Skógræktarritið - 15.05.2020, Page 15

Skógræktarritið - 15.05.2020, Page 15
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2020 13 Bæjarstaðaskógur friðaður Árið 1931 var Skógræktarfélag Vestmanna- eyja stofnað en það lognaðist út af sjö árum seinna. Árið 1933 var Skógræktar- félag Skagfirðinga stofnað, sem þýddi að það voru fjögur skógræktarfélög starfrækt í landinu. Skógræktarfélags Íslands lagði ríka áherslu á friðun gamalla skógarreita fyrstu árin og er friðun Bæjarstaðaskógar eitt af fyrstu stóru verkefnunum. Það atvikaðist þannig að þegar fyrsta Ársrit Skógræktar- félagsins kom út árið 1933 birtist brot úr ferðasögu sem Ásgeir L. Bjarnason ritaði undir fyrirsögninni Bæjarstaðaskógur. Þar lýsir hann því hvernig honum var innanbrjósts þegar hann kom í fyrsta sinn í Bæjarstaðaskóg í Öræfasveit í Austur- Skaftafellssýslu. Ásgeir fór ásamt Pálma Einarssyni ráðunaut og tveimur öðrum austan af Breiðamerkursandi í Öræfasveit, eina einangruðustu sveit landsins. Þegar komið var í Skaftafell reis Skaftafellsjökull eins og krepptur hnefi sem teygði sig inn í kjarri vaxnar hlíðar. Neðan þeirra voru svartir sandar, jökulfljót og brimandi hafið í fjarska. Þeir gistu í Skaftafellsbæjum í 200 m hæð yfir sandflæminu og árla daginn eftir héldu þeir gangandi inn í Bæjarstaða- skóg, um 5 km leið. Eftir klukkustundar göngu komu þeir í Bæjarstaðaskóg, sem reyndist vera um 20 ha að flatarmáli. Þarna voru óvenju beinvaxin birkitré og nokkur stór reyniviðartré ásamt stórvöxnu skógarkjarri. Þeir höfðu ekki verið lengi á staðnum þegar við þeim blasti „breiður uppblástursgári frá norðri, sem stefnir á miðjan skóginn, og hefir þegar gert nokkurt vik í hann. Jörðin er þarna örfoka, en hér og þar liggja hálffúin tré, er fallið hafa í valinn fyrir eyðileggingunni“. Ásgeir sagði jafnframt í greininni: „Er hörmung til þess að vita, að þessi fagri minnisvarði fortíðarinnar, sem hingað til hefir staðist allar árásir, á nú, á tímabili vaxandi þekkingar og andlegrar vakningar, að falla fyrir skeytingar- og áhugaleysi.“ Ásgeir og Pálmi hétu því að vinna að því að fá öldin síðari geysaði var ómögulegt að fá fræ frá Evrópu og Norður-Ameríku. Starfsemi stöðvarinnar var erfið af þessum sökum. Ekki bætti úr skák að fjármunir voru af skornum skammti en þarna var unnið afar mikilvægt starf engu að síður. Að stríðinu loknu tókst að safna verulegu magni af fræjum í Alaska af tegundum sem talið var að ættu eftir að ná góðum þroska á Íslandi. Þegar Skógræktarfélag Reykja- víkur var stofnað haustið 1946 tók félagið við Fossvogsstöðinni og rak hana þar til hún var lögð niður. Málgagn skógræktarfólks Eitt mesta hagsmunamálið var að útvega plöntur til gróðursetningar, en það var ekki síður mikilvægt að fræða landsmenn og hvetja þá til dáða. Farsælasta leiðin til að kynna félagið, afla því fylgis og koma upplýsingum og fræðslu á framfæri var útgáfa málgagns, sem gæti nýst fólki um allt land. Fyrsta Ársrit Skógræktarfélags Ísland var gefið út árið 1933, fyrir árin 1930 til 1932. Hólmjárn J. Hólmjárn var umsjónarmaður þessa fyrsta Ársrits en síðan tók gjaldkeri félagsins Maggi Júl. Magnús við ritstjórninni. Hann sinnti því verkefni til ársins 1940 þegar Hákon Bjarnason tók við ritstjórninni og gegndi starfinu til 1962. Snorri Sigurðsson, starfs- maður Skógræktarfélagsins, var ritstjóri á tímabilinu 1962 til 1976, er Hákon tók aftur við ritinu til ársins 1980. Eftir það var Snorri Sigurðsson ábyrgðarmaður ritsins um árabil. Umsjónarmenn árið 1983 voru Jón Gunnar Ottósson og Halldór J. Jónsson, en Halldór hélt áfram um stjórnartauma, fyrst í stað ásamt Snorra Sigurðssyni. Síðan komu fleiri að málum, þar á meðal Sigurður Blöndal 1988-90 og eftir það Brynjólfur Jónsson og Sigurþór Jakobsson. Árið 1991 var nafni ritsins breytt í Skógræktarritið í staðinn fyrir Ársrit Skógræktarfélags Íslands. Brynjólfur Jónsson tók við ritstjórninni 1991 og hefur haldið þeirri stöðu allt til þessa dags.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.