Skógræktarritið - 15.05.2020, Page 25
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2020 23
Austfirðingar stofna skógræktarfélög
Með vaxandi áhuga á skógrækt var unnið
markvisst að því að fjölga skógræktar-
félögum á landinu. Árið 1986 var
Skógræktarfélag Eyrarsveitar á Snæfells-
nesi stofnað og ári seinna Skógræktarfélag
skáta við Úlfljótsvatn. Sama ár var mikil
vakning á Austfjörðum og fjölmörg félög
stofnuð á því landsvæði. Skógræktarfélag
Fáskrúðsfjarðar var stofnað 1987 sem og
Skógræktarfélag Reyðarfjarðar, Seyðis-
fjarðar, Breiðdæla og Skógræktarfélagið
Nýgræðingur á Stöðvarfirði. Næstu tvö
ár bættust fimm ný félög í hópinn. Á
Vestfjörðum voru stofnuð skógræktar-
félög á Patreksfirði og Tálknafirði árið
1988. Skógræktarfélag Skagastrandar og
Skógræktarfélag Garðabæjar voru stofnuð
þetta sama ár og Skógræktarfélag Borgar-
fjarðar eystri bættist við árið 1989.
Tré ársins
Tré ársins var útnefnt í fyrsta sinn árið
1989. Þá varð birkitré í Vaglaskógi í
var formaður framkvæmdarnefndar
landgræðsluskógarátaksins Ár trésins
1980, í framkvæmdanefnd Landgræðslu-
sjóðs og í stjórn Rannsóknarstöðvarinnar
á Mógilsá.
Veturinn 1985-86 keypti Skógræktar-
félag Íslands trjágróður á 17 ha lands úr
jörðinni Ingunnarstöðum í Hvalfirði. Þessi
jörð var að hluta í eigu Landgræðslusjóðs,
en þar hafði Skógrækt ríkisins plantað í
nokkurn tíma, fyrst og fremst stafafuru,
rauðgreni og sitkagreni. Skógræktarfélag
Íslands keypti þennan trjágróður fyrir
gjafafé, sem félaginu barst frá skógræktar-
aðilum á Norðurlöndum í tilefni 40 ára
afmælis félagsins árið 1980. Þarna hefur
félagið meðal annars unnið að framleiðslu
jólatrjáa til tekjuöflunar, en gjöfin var
miðuð við það. Haldið hefur verið áfram
að gróðursetja í landið og ræktunar-
svæðið stækkað jafnt og þétt. Þarna er
kominn vöxtulegur skógur sem á eftir að
breiða enn frekar úr sér á næstu árum og
áratugum.
Tré ársins 2017. Beyki í Hellisgerði í Hafnarfirði. Mynd: RF