Skógræktarritið - 15.05.2020, Side 30
SKÓGRÆKTARRITIÐ 202028
þegar ný svæði væru kortlögð og skóg-
ræktarskipulag gert. Þrír fulltrúar Skóg-
ræktarfélags Íslands leiddu vinnu starfs-
hópsins, sem tók til starfa árið 2003.
Hópurinn var skipaður fulltrúum Fornleifa-
verndar ríkisins, Fuglaverndarfélagsins,
Landverndar, Landshlutabundinna
skógræktarverkefna, Náttúrufræðistofnunar,
Skógræktar ríkisins og Umhverfisstofnunar.
Starfshópurinn gaf út leiðbeiningar um
skógrækt í sátt við umhverfið árið 2005.
Ráðherrar landbúnaðar- og umhverfismála
opnuðu síðan vefútgáfu 18. apríl 2005, sem
var samstarfsverkefni allra ofan talinna aðila.
Vefurinn veitti grunnupplýsingar til allra sem
hafa áhuga á skógrækt um hvernig best er
að skipuleggja skógrækt í sátt við umhverfið.
Þessi vefútgáfa er ekki lengur aðgengileg.
Græni trefillinn
Græni trefillinn var staðfestur í Svæðis-
skipulagi fyrir höfuðborgarsvæðið árið
2002. Þetta er samheiti yfir skógræktar-
Skógrækt í sátt við umhverfið
Nokkur skógræktarfélög hafa tekið
til starfa á nýrri öld. Þar á meðal er
Skógræktarfélag Vestmannaeyja og
Skógræktarfélagið Lurkur á Bakkafirði,
bæði stofnuð árið 2000. Skógræktar-
félagið Dafnar á Hvanneyri í Borgar-
firði var stofnað 2005 og ári seinna tók
Skógræktarfélag Grindavíkur til starfa.
Skógræktarfélag Eyrarbakka var stofnað
2015, Skógræktarfélag Þórshafnar
árið 2019 og á þessu ári voru tvö ný
skógræktarfélög stofnuð, annarsvegar
Skógræktarfélag Álftafjarðar og hins
vegar Skógræktarfélagið Ungviður. Árið
2002 var samþykkt tillaga á aðalfundi
Skógræktarfélags Íslands um að stjórn
félagsins skipaði nefnd til að vinna að
tillögum að vinnureglum og gátlista fyrir
skógræktendur. Vinnureglunum var ætlað
að segja til um markmið skógræktar, hvar
og hvernig þeim mætti ná. Ráðgert var að
gátlistinn væri ávallt hafður til hliðsjónar
Skjólskógur vex upp við Eskifjörð. Skógræktarfélög um allt land hafa verið í fararbroddi við ræktun „grænna trefla“
við þéttbýlisstaði. Mynd: Brynjólfur Jónsson