Skógræktarritið - 15.05.2020, Blaðsíða 35
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2020 33
loftslagsmála í nútíð og framtíð. Gengnar
kynslóðir og þeir sem sinna skógrækt í dag
hafa lagt mikið af mörkum með þrautseigju
sinni og óbilandi trú. Tekist hefur að klæða
lítinn hluta landsins grænni kápu en betur
má ef duga skal. Þessir brautryðjendur
hafa sýnt fram á að skógrækt er möguleg
á okkar hrjóstruga og kalda landi. Mikið
hefur áunnist á rúmlega einni öld sem liðin
er frá því að fyrstu tilraunir til skipulegrar
skógræktar hófust. Þrátt fyrir það er aðeins
lítill hluti landsins vaxinn skógi og enn er
ærið verk fyrir höndum. Mikilvægt er að
unga fólkið gangi fram fyrir skjöldu, taki
upp merkið og leggi ofurkapp á að efla
skógrækt í landinu. Oft var þörf en nú er
nauðsyn. Allir sem vettlingi geta valdið
þurfa að leggja sitt af mörkum og gera
allt sem í þeirra valdi stendur til að yrkja
jörðina, stækka skógræktarsvæðin og
standa vörð um lungu jarðarinnar.
Höfundur: JÓNATAN GARÐARSSON
fræðandi. Skógræktarfélagið stendur fyrir
allskonar ráðstefnum, fræðslufundum og
myndakvöldum, heldur reglulega fulltrúa-
fundi, sinnir skipulagsvinnu, sér um kaup
og dreifingu trjáplantna til skógræktar-
félaga og grunnskóla, annast gróðursetn-
ingu, grisjun og landbótavinnu, allt eftir
því hver þörfin er hverju sinni. Heimasíða
Skógræktarfélags Íslands hefur verið ein
af meginstoðum félagsins um árabil og
þar er hægt að fylgjast með því helsta
sem er efst á baugi í starfsemi félagsins
og aðildarfélaga. Vefsíðan Skógargátt
er annar mikilvægur vettvangur, en þar
eru handhægar upplýsingar um nokkra
af helstu skógum landsins, hvar þá er
að finna og kort með stígum og öðrum
fróðleik.
Á tímamótum
Á þessum merku tímamótum í sögu
Skógræktarfélags Íslands er brýnna en
nokkru sinni fyrr að halda vöku sinni.
Skógrækt skiptir miklu þegar litið er til
Kolefnisjafnaðu eldsneytisviðskiptin með Olís
Skráðu þig á olis.is Olís – í samstarfi
við Landgræðsluna
Lykil- og korthafar gefa eftir 2 krónur af afslætti og Olís leggur til 2 krónur á móti.
Fjórar krónur af hverjum lítra renna því til Landgræðslunnar í fjölbreytt verkefni á
sviði kolefnisbindingar – landgræðslu, skógrækt og endurheimt votlendis.