Skógræktarritið - 15.05.2020, Page 45

Skógræktarritið - 15.05.2020, Page 45
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2020 43 hingað hafa komið til þessa.“ Þessi spá, byggð á bjartsýni, takmarkaðri þekkingu og engri reynslu, reyndist sönn. Á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar fóru íslenskir skógræktarmenn til Alaska, tíndu köngla og komu á samböndum. Heilmikið fræ var flutt inn.7 Fjandanum erfiðara reyndist svo að koma sitkagreni til af fræinu í frumstæðum gróðrarstöðvum þess tíma, sem er ástæðan fyrir því að hér eru ekki fleiri sjötugir sitkagreniskógar en raun ber vitni.7 Smám saman jókst þekking, gróðrarstöðvatækni batnaði og nú er sitkagreni meðal helstu tegunda í íslenskri skógrækt. Hæsta tréð á Íslandi er sitkagreni sem nálgast 30 metra hæð og sýnir engin merki þess að fara að hægja á vexti (mynd 2). Sitkagreni verður risatré hér líka. Ný blaðlús Upp úr 1960 fór fólk að taka eftir því að sitkagreni missti stundum stóran hluta nála sinna. Í ljós kom að ástæðuna mátti rekja til sitkalúsar.6 Hún er agnarsmá blaðlús, rétt svo sýnileg með berum augum, sem lifir á rauðgreni í Evrópu og barst til Íslands með innfluttum jólatrjám 1959.6 Kvikindið kallast græn grenilús eða bara grenilús víðast í Evrópu en hér var danska nafn hennar sitkalús tekið upp vegna áhrifanna á sitkagreni (mynd 3). Rauðgrenið og sitkalúsin hafa náð sáttum þróunar- fræðilega séð. Lúsin sýgur safa úr nálum rauðgrenis og rauðgrenið kippir sér ekki upp við það, enda veldur smápot í nál ekki heimsendi. Sitkalúsin hefur þó takmarkaða þekkingu á flokkunarfræði (taxónómíu) greniættkvíslarinnar og sér ekki allan mun á því að stinga sograna sínum í nálar rauðgrenis eða sitkagrenis, eða reyndar hvaða grenitegundar sem er. Þar sem sitkagreni og sitkalús hafa ekki hist fyrr en nýlega eiga þau sér enga Enn standa nokkur gríðarstór sitkagreni- tré á stöku stað þrátt fyrir hálfrar annarrar aldar skógarhögg á vesturströnd N-Ameríku og ég er lukkulegur með að hafa upplifað sum þeirra í Kaliforníu, á Ólympíunesi í Washington og á Vancouver- eyju (mynd 1). Að upplifa er betri sögn en að sjá þegar svo stór tré eru annars vegar því maður finnur fyrir nærveru þeirra með fleiri skilningarvitum en augunum og reyndar fleiru en skilningarvitunum. Ég veit ekki um annað fólk en ég verð fyrir miklum tilfinningalegum áhrifum við að vera innan um stór og gömul tré. Tignarleiki og tær fegurðin eru þar áhrifavaldar. Annað er að vita af aldri trjánna, að þau hafi verið farin að vaxa þegar Ísland byggðist. Það þriðja er að maður finnur fyrir eigin smæð og fyrir mér er það þægileg tilfinning. Sitka- greni nær ekki alveg sömu stærð og allra stærstu trén í heimi, fjallarauðviður og strandrauðviður, en þegar maður stendur í slíkum skógi skynjar maður ekki þann mun því ekki sést nema hálfa leið upp í trén hvort eð er. Sitkagreni vex líka alla leið norður til Alaska, sem þýðir að finna má efnivið sem aðlagaður er loftslagi eins og gerist á Íslandi. Við heppin! Sitkagreni var fyrst flutt til Íslands á árunum 1920-1930 sem stakar garðplöntur frá gróðrarstöðvum í Noregi og Danmörku.5 Nokkrar þúsundir plantna komu svo frá Noregi árin 1937-1939 og fyrsta fræsendingin kom frá Alaska 1940.4,7 Í Ársriti Skógræktarfélags Íslands árið 1939 ritar Hákon Bjarnason skógræktarstjóri þetta: „Ennfremur má geta þess, að á árinu sem leið komu hingað til lands 2000 sitkagreni- plöntur, sem ættaðar eru frá Kenaiskaga í Alaska. Vestlandets Forstlige Forsöksstasjon í Bergen gaf þær. Er öll ástæða til þess að ætla, að þessar plöntur eigi sjer meiri framtíð heldur en allar aðrar erlendar plöntur, sem Nýju heimkynnin
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.