Skógræktarritið - 15.05.2020, Page 102

Skógræktarritið - 15.05.2020, Page 102
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2020100 Ein sú falleg- asta tenging sem hugsast getur er tenging mannfólks og trjáa. Við erum háð hvort öðru á svo djúpstæðan hátt að án annars gæti hitt ekki lifað. Líf á jörðinni gæti hreinlega ekki þrifist ef trjáa nyti ekki við með allri sinni mikilvægu vistkerfisþjónustu, meðal annars framleiðslu á súrefni fyrir okkur mannfólkið og önnur dýr sem á jörðinni lifa. Tré skipa stóran sess í hinum fjölbreyttu menningarheimum okkar jarðarbúa, í mörgum trúarbrögðum eru þau mikilvæg tákn og samlíkingar við tré eiga sér fastan sess í tungumáli margra þjóða. Sem dæmi þá rekjum við Íslendingar rætur okkar eitthvert, við skjótum rótum á nýjum stað, börnin vaxa úr grasi og lífsblómið tekur að fölna á síðasta æviskeiði okkar. Þau okkar sem trjám og náttúrunni allri unnum þekkjum þá unaðslegu tilfinn- ingu sem útivera í skógum veitir okkur. Kraftinum og orkunni sem flæðir um líkama okkar eftir slíka dvöl er erfitt að færa í orð en er kannski best lýst sem endurnærandi og gefandi. Einnig er sú gjöf dýrmæt að sjá tré vaxa úr grasi sem við sjálf höfum gróðursett, en sú tenging verður persónulegri og við finnum til ábyrgðarhlutverks um að passa upp á þá plöntu og tryggja að vaxtarskilyrði hennar verði góð, rétt eins og með uppeldi barna okkar. Okkar mikilvægasta auðlind, lungu jarðarinnar og vistkerfisþjónn á harðbýlu landi, þarf á umönnun og varðveislu að halda. Það kemur í okkar hlut, okkar sem látum okkur annt um skóginn og finnum vel fyrir tengingunni við trén að sjá til þess Hvaða tré vilt þú verða? Tré lífsins er frumkvöðlaverkefni sem mun bjóða upp á nýja valkosti við lífslok að græða landið, yrkja skóga og hlúa að þeim sem þegar þrífast. Tré lífsins er verkefni sem hefur verið í þróun undanfarin fimm ár. Með verkefninu viljum við tryggja að ræktaðir séu skógar um land allt sem fá friðhelgi til að vaxa og dafna og skapa dýpri tengingu á milli fólks og trjáa en áður hefur verið, þar sem trén verða táknmyndir ástvina okkar sem fallnir eru frá. Tré lífsins vill bjóða Íslendingum upp á að geta gróðursett ösku sína ásamt tré sem vex upp til minningar um líf sem lifað var og verður aftur hluti af hringrás lífsins. Upphafið Það var einn vordag fyrir sex árum síðan að ég fór að velta því fyrir mér hvort ekki væri hægt að kveðja þessa jarðnesku tilvist á annan hátt en nú þekkist. Mér fannst það skjóta skökku við að greftrunarsiðir okkar hefðu litlum breytingum tekið í áranna rás og að það hlyti að vera hægt að betrumbæta ferlið og gera það umhverfisvænna. Í hefðbundinni jarðsetningu er líkið sett í kistu sem búin hefur verið til úr mikilvægum auðlindum, ferðast hefur langa leið og skilið eftir sig kolefnisspor á leiðinni og margar hendur hafa komið að því að setja hana saman. Að öllu þessu ferli loknu er kistan látin síga tæpa tvo metra ofan í jörðina, í grafarstæði sem telur 250x120cm þar sem hún verður að mold á löngum tíma. Í þessu ferli er þörf á miklu landi, oft þurfa að fara fram jarðvegsskipti þegar nýir kirkjugarðar eru teknir, mikil auðlindasóun á sér stað og hægfara niðurbroti kistu og líks í súrefnissnauðu umhverfi fylgir losun á skaðsömu metangasi sem er öflug gróður- húsalofttegund. Hinn möguleikinn sem fyrir hendi er í dag er að leggja líkið í brennslukistu sem er oftast minni að umfangi en grafarkista,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.