Skógræktarritið - 15.05.2020, Side 103

Skógræktarritið - 15.05.2020, Side 103
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2020 101 en þó unnin úr sömu auðlindum og með langt kolefnisspor. Að útför lokinni eru kistan og líkið brennd í einu bálstofu landsins, bálstofunni í Fossvogi, sem rekin er af Kirkjugörðum Reykjavíkurprófasts- dæmis. Bálstofan var gangsett árið 1948 og hefur undanfarið verið í rekstrarvand- ræðum vegna fjölgunar á bálförum og þörf á uppfærslu á tækjabúnaði. Bálstofan býr ekki yfir neinum mengunarhreinsibúnaði og þörf er á nýjum líkbrennsluofni. Að bálför lokinni er duftkerið jarðsett í duftkirkju- garði, ofan á gröf í kirkjugarði, eða dreift yfir hafi eða óbyggðum að fengnu leyfi frá Sýslumannsembættinu. Ef leyfi er fengið fyrir dreifingu er þó óheimilt að setja upp nokkurn minnisvarða um hinn látna á staðnum þar sem dreifingin fór fram. Bálförum hefur farið fjölgandi undanfarin ár og mörgum hugnast betur að taka minna pláss í duftreit en hefðbundið grafarstæði í kirkjugarði. Duftker eru ekki eins frek á land og grafarkistur en ekki er hægt að tala um umhverfisvæna bálför þegar enginn mengunarhreinsibúnaður er til staðar. Úr þessu þarf að bæta og hefur kirkjan haft það á dagskrá hjá sér að byggja nýja bálstofu síðan fyrir hrun en hefur skort fjármagn til þess að ráðast í slíkar framkvæmdir. Eftir að hafa kynnt mér þessi mál og hvernig bálförum og útförum er háttað í dag, laust hugmynd í huga mér: „Af hverju gróðursetjum við ekki ástvini okkar ásamt tré í stað þess að jarðsetja þau?” spurði ég sjálfa mig. ,,Með því tökum við minna pláss og gefum aftur til náttúrunnar eftir að við erum fallin frá.” Ég hófst handa við að skoða möguleikana á því að gróðursetja ösku látinna ásamt tré og sá mér til mikillar ánægju að fleiri voru í sama þankagangi þar sem fyrirtæki sem buðu upp á gróðursetningu ösku höfðu sprottið upp erlendis. Nú var ekkert annað að gera en að hafa samband við eitt þeirra og flytja inn lífræn duftker sem fólk gæti keypt og gróðursett ösku ástvina sinna ásamt fræi sem yrði að tré sem myndi lifa áfram til minningar um hinn látna. Ég hafði samband og var þess fullviss um að innan tíðar gætum við farið að gróðursetja ástvini okkar. Áskoranir Það var þarna, árið 2015, sem ég rakst á mínar fyrstu hindranir í verkefninu, sem hafa verið þó nokkrar undanfarin ár. Hindranirnar voru bæði af lagalegum og vistfræðilegum toga en reglugerðir er varða meðferð ösku eru strangar og kirkjugarðar leyfa ekki gróðursetningu trjáa. Ég var svo heppin að deila skrifstofu með Skógræktarfélagi Íslands á þessum tíma og því var stutt að fara í leit að ráðleggingum varðandi vistfræðilegu hliðina. Vinir mínir í skógræktinni voru fljót að benda mér á það að ekkert tré myndi vaxa upp frá fræi sem gróðursett væri í meters djúpa gröf, sem er lagaleg krafa, og þar með var vistfræðilegi möguleikinn á að framkvæma hugmynd mína fokinn út í veður og vind. ,,Við gefum okkur aldrei” er sagt í minni fjölskyldu og ég tel víst að þessi orð skipi sérstakan sess í þjóðarsál Íslendinga sem þraukað hafa hér á hrjóstrugu eyjunni okkar þrátt fyrir jarðhræringar, afkomu- bresti, veðurvár og annan óskunda, því þrjóska okkar er á pari við þrjósku íslensku sauðkindarinnar. Þegar bæði íslenskur lagarammi og vistfræðin höfðu sett hindranir í veg minn var ekkert annað að gera en að leggjast undir feld og endurhugsa málið, toga og teygja til hugmyndina og finna út úr því hvernig ég gæti sjálf orðið að stæðilegri ilmbjörk þegar lífsvist minni lyki. Ég mun ekki rekja það í löngu máli hvernig mér tókst að leysa úr þeim áskorunum og hindrunum sem á vegi mínum urðu, en þeim hefur verið rutt úr vegi og farsæl lausn fundin á vandamálunum. Mjög líklega munu þær verða einhverjar fleiri, áskoranirnar sem mér verða færðar á ferðalaginu, en úr þeim verður leyst og við höldum ótrauð áfram
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.