Skógræktarritið - 15.05.2020, Síða 104

Skógræktarritið - 15.05.2020, Síða 104
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2020102 í átt að markmiði okkar, að bjóða upp á nýjan valmöguleika við lífslok þar sem þinn hinsti vilji er virtur og kjósir þú slíkt, að tré vaxi upp til minningar um þig. Bálstofa Hönnun og skipulag bálstofu Trés lífsins er komið vel á veg en bálstofan verður óháð trúar- og lífsskoðunarfélögum og opin öllum. Mikið verður lagt upp úr því að bálstofan verði hlýlegt rými og henti vel fyrir hinstu kveðjustundir, en athafna- rými verður í húsnæðinu. Athafnarýmið verður einnig til útleigu fyrir aðra viðburði svo sem skírnar-, fermingar-, afmælis- og brúðkaupsveislur. Einnig verður í húsnæði Trés lífsins kyrrðar- og hugleiðslurými þar sem syrgjendur geta átt stund í ró og næði fyrir eða eftir kveðjustund, eða eftir gönguferð í nágrenni bálstofunnar sem er skógi vaxið. Staðsetning bálstofunnar verður kynnt opinberlega á vormánuðum. Ofninn í bálstofu Trés lífsins verður umhverfisvænn, það er, hann verður búinn fullkomnum mengunarhreinsibúnaði og kyntur með umhverfisvænum orkugjöfum. Fyrirtækið sem framleiðir ofninn hefur framleitt slíkar vélar í áratugi og eru sérfræðingar á sínu sviði og leggja mikla áherslu á umhverfismál. Óski aðstandendur þess verður mögulegt að vera viðstaddur á meðan bálförin fer fram og fylgja hinum látna þannig síðasta spölinn. Að bálför lokinni fá aðstandendur duftkerið afhent og verða við hinsta vilja hins látna, hvort sem viðkomandi vildi láta jarðsetja duftkerið í duftreit, ofan á gröf í kirkjugarði, dreifa öskunni eða gróðursetja hana ásamt tré í minningagarði. Minningagarðar Tré lífsins mun setja á stofn minningagarða um allt land þar sem hægt verður að gróður- setja ösku hinna látnu ásamt tré sem vex upp til minningar um viðkomandi. Þessir garðar verða utan kirkjugarða en í grennd við þéttbýliskjarna og von okkar er sú að koma á samstarfi við skógræktarfélög um land allt til þess að sjá um gróðursetningar, merkingar á trjánum og umhirðu garðanna. Þarna myndu vaxa upp persónulegir skógar þar sem við getum horft á líf spretta af lífi og til verða almannarými sem henta fullkomlega til útivistar. Þessir garðar munu geyma skóga sem eru friðhelgir þar sem að grafreitum fylgir vernd samkvæmt íslenskum lögum og þeim má ekki spilla. Hvert tré í minningagörðunum verður merkt þeim sem undir hvílir þannig að þau sem ganga um garðana geta með snjalltækinu Teikning af bálstofu í Beesd, Hollandi, sem aðstandendur Trés lífsins heimsóttu í desember 2019.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.