Bókatíðindi - nov 2025, Qupperneq 3
Efnisyfirlit
Barna- og ungmennabækur
Myndríkar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4
Skáldverk . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 14
Unglingabækur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 23
Teiknimyndasögur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 25
Fræði og bækur almenns efnis . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 26
Skáldverk
Íslensk . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 29
Þýdd . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 41
Ljóð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 51
Náttúra, dýralíf og landshættir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 56
Listir og ljósmyndir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 56
Ævisögur og endurminningar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 58
Fræðirit, frásagnir og handbækur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 62
Sagnfræði og trúarbrögð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 70
Sálfræði, sjálfshjálp og andleg leiðsögn . . . . . . . . . . . . . . . . . 71
Hannyrðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 72
Matreiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 73
Íþróttir og útivist . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 74
Kæri bókaunnandi
E itt af því sem er afar mikilvægur þáttur í að viðhalda menningar-
arfleið hverrar þjóðar er að halda í ákveðnar hefðir sem tengja
saman menningu og sögu. Hefðir sem ár eftir ár eru ákveðnir
fastar í tilveru okkar. Því hvernig svo sem tilveran snýst á hverjum tíma
með síbreytilegum tískusveiflum og dægurmenningu þá eru hefðirnar
ávallt á sínum stað. Jarðtengingin sem færir okkur ákveðna vissu að
þrátt fyrir að veður geti verið válynd á lífsins óvissutímum þá er sumt
sem ekki er breytingum háð.
Þannig er nú einmitt farið með útgáfu á þessari prentaðri útgáfu
Bókatíðinda sem þú, lesandi góður, heldur nú á. Rekja má útgáfusögu
Bókatíðinda allt aftur til ársins 1890 þegar Bóksalafjelagið í Reykjavík
gaf út skrá yfir ,,eignar- og umboðs-sölu bækur“. Síðar tók Bóksalafélag
Íslands við keflinu og loks við hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda. Fyrir
áhugasama hafa nú allar eldri útgáfur þessa merka ársrits verið gerðar
aðgengilegar á timarit.is
Í ár höldum við svo áfram að viðhalda þessari 135 ára gömlu hefð sem
þjóðinni hefur verið svo kær með því að gefa út enn ein ný og brakandi
fersk prentuð Bókatíðindi þar sem við kynnum útgáfubækur ársins 2025.
Bæði þær bækur sem nú koma út í okkar árlega jólabókaflóði og þær
sem komið hafa út fyrr á árinu. Einnig minnum við á okkar ágæta vef
bokatidindi.is þar sem er að finna fleiri bækur sem ekki náðist að skrá í
þessa prentuðu útgáfu.
Útgáfa ársins í ár er sannarlega blómleg og allir ættu því að finna bækur
við sitt hæfi til að njóta, lesa, hlusta á eða gefa.
Heiðar Ingi Svansson,
formaður Félags íslenskra bókaútgefenda.
Undir kápumyndum allra bóka
má nú finna tákn sem vísa til
útgáfuforms. Táknskýringar
má finna neðst á öllum
kynningarblaðsíðum.
GOR Gormabók
HSP
Harðspjalda bók – allar
blaðsíður úr hörðum pappír
HLB Hljóðbók
IB
Innbundin bók – kápuspjöld
úr hörðum pappír
KIL Kilja
RAF Rafbók
SVK
Sveigjanleg kápa – líkt og
kilja en í annarri stærð
TÍM Tímarit
LKO Landakort
Merking tákna
í Bókatíðindum
BÓKATÍÐINDI 2025
Útgefandi: Félag íslenskra bókaútgefenda
Barónsstíg 5
101 Reykjavík
Netfang: fibut@fibut.is
Vefur: www.bokatidindi.is
Hönnun kápu: Halldór Baldursson og Ámundi Sigurðsson
Ábm. og ritstj.: Bryndís Loftsdóttir
Upplag: 42.000
Prentvinnsla: Prentmet Oddi ehf., umhverfisvottað fyrirtæki
ISSN 1028-6748
Heilaþjálfun.
Lestur heldur heilanum
virkum, þjálfar vitræna virkni og
dregur úr hættu á andlegri hnignun.
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 3GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa TÍM Tímarit LKO Landakort