Bókatíðindi - Nov 2025, Page 5

Bókatíðindi - Nov 2025, Page 5
SVK Sokkalabbarnir Blúsi dettur á bossann Höf: Þorvaldur Davíð Kristjánsson Myndh: Bergrún Íris Sævarsdóttir Þegar Blúsi dettur á bossann í íþróttatíma fara hinir Sokkalabbarnir að hlæja. Blúsi verður dapur og lætur sig hverfa. Geta Sokkalabbarnir fundið Blúsa áður en hann rignir niður? 20 bls. Bókabeitan IB Bókajóladagatal barnanna Þýð: Andri Karel Ásgeirsson Vandað og fallegt bókadagatal með 24 fallegum litlum bókum sem tilvalið er að lesa fyrir börnin fyrir svefninn í aðdraganda jóla. Unga ástin mín IB Brá fer á stjá Höf: Guðný Sara Birgisdóttir Myndh: Guðný Sara Birgisdóttir Skemmtileg barnabók fyrir börn á aldrinum 3-8 ára. Brá er sniðugt, fjólublátt skrímsli sem elskar að skapa og leita til nærumhverfisins að alls kyns sjálfbærum lausnum og listaverkum! Brá leggur af stað í leiðangur til að láta draum sinn rætast: Að fanga ský í krukku. Skyldi henni takast það? 41 bls. Guðný Sara Birgisdóttir IB Dásamleg dýr Höf: Ingibjörg Birgisdóttir Myndh: Natalia Yacuzzi Lifandi og skemmtileg bók sem inniheldur 12 ljóð í bundnu máli ætluð börnum. Ljóðin fjalla um dýr í íslenskri sveit og náttúru, lýsa dýrunum og segja litlar sögur á ljúfan og hjartnæman hátt. Blaðsíðurnar eru skreyttar fallegum og litríkum teikningum sem höfða til ungra lesenda. 28 bls. Skjalda IB Blaka Höf: Rán Flygenring Í svartasta skammdeginu undirbúa Vaka, Kókos og pabbi sig fyrir sólarlandaferð. Þau ætla að heimsækja vatnsrennibrautagarð og belgja sig út af ís. En þegar þau koma auga á rammvillta leðurblöku grípur um sig skelfing og áform þeirra fljúga út í veður og vind. Óhrædd við myrkrið tekur Vaka afdrifaríka ákvörðun sem snýr veröldinni á hvolf. 76 bls. Angústúra IB Bluey - Fleiri 5-mínútna sögur Höf: Joe Brumm Þýð: Andri Karel Ásgeirsson Blæja og Bára eru mættar aftur í fjörugri og skemmtilegri sögubók. Alls eru sex frábærar sögur í þessari bók. 158 bls. Unga ástin mín IB Bluey - Hvar er Bluey? Höf: Joe Brumm Þýð: Andri Karel Ásgeirsson Lesendur leita að Blæju og Báru, fjölskyldu þeirra, vinum og alls kyns hlutum sem faldir eru á ströndinni, leikvellinum og inni á heimili Hælbeinsfjölskyldunnar. Takið þátt í gleðinni með uppáhalds hundum ungu kynslóðarinnar. 32 bls. Unga ástin mín IB Bluey - Pabbi róbót Höf: Joe Brumm Þýð: Andri Karel Ásgeirsson Ná Blæja og Bára að fá Pabba róbót til að taka til í leikherberginu? 24 bls. Unga ástin mín B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 5GOR Gormabók  HSP Harðspjalda bók  HLB Hljóðbók  IB Innbundin bók  KIL Kilja  RAF Rafbók  G Sveigjanleg kápa  TÍM Tímarit  LKO Landakort Barnabækur  MYNDRÍK AR Gefum börnum bækur

x

Bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.