Bókatíðindi - Nov 2025, Page 6
IB
Dísa fer í sveitina
Höf: Oddbjörg Ragnarsdóttir
Myndh: Harpa Stefanía Róbertsdóttir
Á hverju vori fer Dísa í sveitina í sauðburð og finnst
alltaf jafn gaman. Hún kynnist dýrum og fólki og leikur
sér við dýrin. Dísa kynnist sveitalífinu og í þessari sögu
er fylgst með henni í einni slíkri ferð. Sveitalífið getur
verið alls konar, sérstaklega fyrir borgarbarnið.
31 bls.
Gudda Creative
KIL
Dóri stóri
Höf: Helgi Jónsson
Myndh: Hrannar Atli Hauksson
Nýr myndskreyttur barnabókaflokkur um
krakka sem fá eitthvað á heilann!
60 bls.
Bókaútgáfan Tindur
IB
Draumar
Höf: Ingibjörg Birgisdóttir
Myndh: Natalia Yacuzzi
Björt og skemmtileg bók sem inniheldur fjölbreytt
ljóð í bundnu máli ætluð börnum á öllum aldri.
Blaðsíðurnar eru skreyttar fallegum og litríkum
teikningum sem höfða vel til ungra lesenda.
24 bls.
Skjalda
IB
Brúðubækur
Dreki / Söngfugl
Höf: Huginn Þór Grétarsson
Í brúðubókinni Söngfugl eru þekkt íslensk
barnalög. Fuglinn syngur lögin og börnin taka
undir. Hægt er að syngja fleiri lög en þau sem eru
í bókinni með brúðunni. Brúðubókin Dreki er
ævintýri um vinskap, hjálpsemi og gráðugan kóng í
nærliggjandi ríki. Börn og fullorðnir geta sett hönd
sína inn í brúðuna og tekið þátt í sögunni!
16 bls.
Óðinsauga útgáfa
SVK
Skrifum og þurrkum út
Dundað með ofurhetjum
Höf: Kirsteen Robson
Verkefnabók fyrir krakka sem eru að byrja
að leysa þrautir - um leið og þau þjálfast í að
halda á penna. Skemmtileg verkefni sem þjálfa
athyglisgáfuna og hægt er að gera aftur og aftur.
22 bls.
Rósakot
IB
Depill á bókasafninu
Höf: Eric Hill
Þýð: Jakob F. Ásgeirsson
Sögustundin er að byrja á bókasafninu … En
hvar er Depill? Lyftu flipunum og sjáðu hvort
þú finnur hann! Frábær flipabók fyrir yngstu
kynslóðina um hundinn ástsæla, Depil.
16 bls.
Ugla
IB
Depill heimsækir afa og ömmu
Höf: Eric Hill
Þýð: Jakob F. Ásgeirsson
Í þessari bók fer hvolpurinn fjörugi og
skemmtilegi í heimsókn til afa og ömmu.
Lyftið flipunum til að sjá hvað Depill og afi
og amma gera sér til skemmtunar.
18 bls.
Ugla
IB
Depill: Hvar er Depill?
Gjafasett – bók og bangsi
Höf: Eric Hill
Þýð: Jakob F. Ásgeirsson
Hvar er Depill? Eftirlætis flipabók allra
barna með krúttlegum og mjúkum
Depils-bangsa í fallegum gjafakassa.
22 bls.
Ugla
IB
Depill úti í nóttinni
Töfrandi vasaljósabók!
Höf: Eric Hill
Þýð: Jakob F. Ásgeirsson
Depill og mamma hans og pabbi ætla að sofa í tjaldi
úti í garði. En Depill er ekkert þreyttur! Hann fer
með vasaljósið sitt út í nóttina og ætlar að skoða hvað
hann sér í myrkrinu. Lýstu með vasaljósinu hans
Depils milli blaðsíðnanna til að finna dýr í leyni.
12 bls.
Ugla
HSP
Día, Dúi og dýrin
Höf: Hrafnhildur Halldórsdóttir og Signý
Gunnarsdóttir
Myndh: Ari Arnaldsson
Skemmtileg og málörvandi harðspjaldabók fyrir
yngstu börnin sem hvetur til hljóðamyndunar og
eftirhermunar. Bókin býður upp á endurtekningu,
einfaldan orðaforða og dýrahljóð sem auðvelda
börnum að taka þátt í lestrarstundinni.
20 bls.
Snúsnú bókaútgáfa
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa TÍM Tímarit LKO Landakort6
Barnabækur MYNDRÍK AR