Bókatíðindi - Nov 2025, Page 7

Bókatíðindi - Nov 2025, Page 7
IB Bækur fyrir smáfólk Ertu þarna litli einhyrningur? Höf: Sam Taplin Yngstu börnin skemmta sér við að kíkja í gegnum götin og reyna að finna litla einhyrninginn. 10 bls. Rósakot IB Ég bý í risalandi Höf: Birna Daníelsdóttir Finnst þér eins og allt sé of stórt, of langt í burtu eða alltof hátt uppi? Þá býrðu kannski í risalandi! Dásamleg saga um að vera lítill í heimi fullorðinna, um allt sem reynist smáfólki erfitt en líka allt það stórkostlega sem kemur í ljós þegar horft er á heiminn frá sjónarhóli barnsins. Bókin hlaut Sólfaxa – íslensku barnabókaverðlaunin 2025. 32 bls. Forlagið - Vaka-Helgafell IB Finnur f ífill Höf: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson Finnur taldi að grasið væri grænna hinum megin við girðinguna, og að þar væru f íflarnir fleiri. Finni langaði að komast þangað til að leika sér með hinum f íflunum. Varð Finni að ósk sinni? Einungis með því að lesa þessa bók, kemstu að því. Heimildarmyndir - Dreifing: BF-Útgáfa IB Fíasól og litla ljónaránið Höf: Kristín Helga Gunnarsdóttir og Halldór Baldursson Einu sinni var Fíasól á flandri og um það var skrifuð bók. En auðvitað var það ekki sagan öll. Mikilvægum staðreyndum var leynt. Ekkert var sagt frá fáránlegum leiðangri í skemmtigarð þar sem skuggalegt fólk og framandi dýr komu við sögu. Fíasól og fjölskyldan ætluðu að þegja yfir ævintýrinu en nú er kominn tími til að leysa frá skjóðunni. 30 bls. Bjartur IB Dýrin í sveitinni - Hljóðbók Þýð: Andri Karel Ásgeirsson Komið með í sveitaferð og kíkið á dýrin! Yngsta kynslóðin mun njóta þess að skoða fallegu myndirnar og auðvelt er að þrýsta á hnappa til heyra hljóðin í dýrunum. 10 bls. Unga ástin mín IB Efri hæðin Höf: Jón Lorange Litla stúlkan lendir í óvæntum ævintýrum þegar hún ætlar að sækja mjólk handa kisu að lepja. 36 bls. Landasonur útgáfa HSP Einn góðan veðurdag Höf: Ævar Þór Benediktsson Myndh: Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Góðan daginn! Eigum við að koma saman í sveitina? Hér er á ferðinni falleg harðspjaldabók eftir Ævar Þór með myndum eftir Lóu Hlín fyrir yngstu kynslóðina. 20 bls. Salka IB Bækur fyrir smáfólk Ertu þarna litla risaeðla? Höf: Sam Taplin Yngstu börnin skemmta sér við að kíkja í gegnum götin og reyna að finna litlu risaeðluna. 10 bls. Rósakot B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 7GOR Gormabók  HSP Harðspjalda bók  HLB Hljóðbók  IB Innbundin bók  KIL Kilja  RAF Rafbók  G Sveigjanleg kápa  TÍM Tímarit  LKO Landakort Barnabækur  MYNDRÍK AR Gefum börnum bækur

x

Bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.