Bókatíðindi - Nov 2025, Blaðsíða 8

Bókatíðindi - Nov 2025, Blaðsíða 8
IB Góða nótt, Dormakó Höf: Huginn Þór Grétarsson og Susanna Giulia Barberi Dormakó er búinn að vera úti að leika við Önnu í allan dag. Núna er hann orðinn syfjaður. Þau halda heim en á leiðinni sofnar Dormakó á hinum ólíklegustu stöðum. Lyftu flipunum og finndu Dormakó ... 16 bls. Óðinsauga útgáfa HSP Gráðuga lirfan Höf: Eric Carle Þýð: Sigþrúður Gunnarsdóttir Gráðuga lirfan er sígild bandarísk barnabók sem hefur farið sigurför um heiminn. Gráðuga lirfan étur allt sem fyrir verður enda þarf hún að stækka mikið áður en hún getur orðið fallegt fiðrildi. Komið er inn á tölur og daga vikunnar, og frumleg hönnun og f ínlegur húmor gera bókina einstaka í sinni röð. 10 bls. Forlagið - Mál og menning IB Gurra eignast litla systur Höf: Asley Baker Þýð: Andri Karel Ásgeirsson Gurra og Georg eignuðust litla systur! Sláist í för og skemmtið ykkur með fjölskyldunni í þessari frábæru verkefnabók með límmiðum. Aðstoðið litla barnið við að skríða, sjáið hvert er uppáhalds leikfang þess og finnið týnda pelann. 30 bls. Unga ástin mín HSP Gæludýr Bók sem þú snertir og skynjar Þýð: Helgi Jónsson og Anna Margrét Marinósdóttir Í þessari bók kynnist þú tíu gæludýrum. Skoðaðu dýrin og klappaðu þeim með því að snerta efnið á hverri síðu. 10 bls. Sögur útgáfa IB Hera og Gullbrá Sönn saga Höf: Marín Magnúsdóttir Myndh: Sunneva Guðrún Þórðardóttir Saga Margrét er hrædd við hunda og verður því heldur hissa á fjölskyldu sinni sem ákveður að ættleiða hundinn Heru. Fyrr en varir verða þær þó perluvinkonur enda er Hera svo góð við allt og alla. Meira að segja við pínulitla gæsarungann Gullbrá! Sagan af Heru og Gullbrá er sönn og hugljúf og segir frá óvæntri og fallegri vináttu. 36 bls. Salka IB Geimverurnar í Naustahvilft Höf: Guðný Anna Annasdóttir Myndh: Páll Jóhann Sigurjónsson Vinkonurnar Lindís og Steindís fara í fjallgöngu upp í Naustahvilft. Þær koma sér vel fyrir upp í Naustahvilftinni til að borða nestið sitt. Allt í einu birtist þar geimskip. Hvað gera vinkonurnar þegar þær sjá geimskipið? 31 bls. Gudda Creative IB Obbuló í Kósímó Gjafirnar Höf: Kristín Helga Gunnarsdóttir og Halldór Baldursson Oddný Lóa Þorvarðardóttir býr í Kjóamóa þrjúhundruð og sjö. Hvaða krakki getur sagt það? Enginn. Obbuló á heima í Kósímó. Hér er svarað mikilvægum jólaspurningum eins og: Hvað át afi? Hver tók allt sem týndist? Má pota í pakka og klípa þá? Hvað var í risarisastóra pakkanum? 36 bls. Bjartur IB Glaumbær: Letni dzień w Glaumbær Sumardagur í Glaumbæ í pólskri þýðingu Höf: Berglind Þorsteinsdóttir Myndh: Jérémy Pailler Þýð: Ewelina Kacprzycka Hefur þú einhvern tímann velt því fyrir þér hvernig það var að alast upp í torfbæ í gamla daga? Í þessari ríkulega myndskreyttu sögubók fylgjum við Sigga litla, vinkonu hans Jóhönnu og heimilishundinum Ysju í einn dag í lífi þeirra. Bókin gefur innsýn í daglegt líf Íslendinga á árum áður. Bókin kemur nú út á pólsku. 33 bls. Byggðasafn Skagfirðinga IB Glaumbær: Zimowy dzień w Glaumbær Vetrardagur í Glaumbæ í pólskri þýðingu Höf: Berglind Þorsteinsdóttir Myndh: Jérémy Pailler Þýð: Ewelina Kacprzycka Hefur þú einhvern tímann velt því fyrir þér hvernig það var að alast upp í torfbæ í gamla daga? Þetta er framhald sögunnar Sumardagur í Glaumbæ. Í þessari ríkulega myndskreyttu sögubók er Glaumbær sveipaður vetrarbúningi og við fylgjumst með Jóhönnu, Sigga og heimilishundinum Ysju við jólaundirbúning. Bókin kemur nú út á pólsku. 36 bls. Byggðasafn Skagfirðinga IB Góða nótt Hreyfiflipar til að opna og loka augum allra sem eru að fara að sofa. Höf: Meritxell Martí Myndir: Xavier Salomó Þýð: Elín G. Ragnarsdóttir Yndisleg bók til að skoða fyrir svefninn. Á kvöldin kemur tunglið fram og sendir okkur í draumalandið. Ssshhh! Nú eiga allir að fara að sofa. Notaðu hreyfiflipana til að opna og loka augum allra sem eru að fara að sofa. Eftir sömu verðlaunahöfunda og Húsið hennar ömmu, Húsið hans afa, Hræðileg gjöf, Hræðileg veisla og Hræðilegt hús. 48 bls. Drápa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 GOR Gormabók  HSP Harðspjalda bók  HLB Hljóðbók  IB Innbundin bók  KIL Kilja  RAF Rafbók  G Sveigjanleg kápa  TÍM Tímarit  LKO Landakort8 Barnabækur  MYNDRÍK AR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.