Bókatíðindi - nov. 2025, Side 9

Bókatíðindi - nov. 2025, Side 9
IB Hver á mig? Höf: Harpa Rún Kristjánsdóttir Myndh: Jóhanna María Einarsdóttir Einu sinni var lítill ljótur andarungi sem var alls engin önd. Nú hefur orðið annar ruglingur á fæðingardeildinni og íbúar hænsnakofans eru alveg að missa þolinmæðina yfir háfættum jörpum unga sem getur ekki fyrir sitt litla líf hagað sér eins og almennilegum kjúklingi sæmir. 49 bls. Króníka IB Ibbi tekur hjálpardekkin af & Ibbi sturtar úr hjólbörum Höf: Peter Nordahl Myndh: Rasmus Bregnhøi Þýð: Eyja Sigríður Gunnlaugsdóttir Ibbi er forvitinn, áhugasamur og hjálpsamur. Hann lendir iðulega í hversdagslegum ævintýrum og er góður að hvetja vini sína áfram. Þættir með Ibba hafa verið sýndir á RÚV. 32 bls. Benedikt bókaútgáfa IB Írissa og Issi eignast kajak Höf: Guðný Anna Annasdóttir Myndh: Páll Jóhann Sigurjónsson Systkinin Írissa og Issi búa í Hafnarfirði. Pabbi þeirra hann Mundi, gefur þeim óvænta og skemmtilega gjöf. Gjöfin kemur systkinunum í kynni við álfana á Torfaskeri. 31 bls. Gudda Creative IB Hér kemur Fílsi Höf: Jørgen Stamp Þýð: Huginn Þór Grétarsson Upplifðu venjulegan dag í lífi Fílsa, frá morgni til kvölds. Dagurinn hefst á því að Fílsi fer á fætur, fær sér að borða, leikur úti og inni, fer í bað og í dagslok fer krílið að sofa. Í bókinni er að finna marga kunnuglega hluti til að benda á, nefna á nafn og spjalla um. Skemmtileg og fræðandi myndabók með lyftispjöldum á hverri opnu. 28 bls. Óðinsauga útgáfa IB Hljóðin í dýrunum Höf: Eric Carle Þýð: Andri Karel Ásgeirsson Fallegar myndir á hverri blaðsíðu og fjörug hljóð gera yngstu kynslóðinni það auðvelt að læra um dýrin. Með því að þrýsta á hnappana má heyra 30 dýrahljóð. 20 bls. Unga ástin mín IB Risaeðlugengið 7 Hrekkjavaka Höf: Lars Mæhle Myndir: Lars Rudebjer Þýð: Æsa Guðrún Bjarnadóttir og Sverrir Jakobsson Gauti grameðla og Sölvi sagtanni elska hrekkjavöku! Þeir heimsækja Gróu gaddeðlu og Nönnu nashyrningseðlu, og þau fara öll saman að gera grikk eða gott. Bækurnar um Risaeðlugengið hafa slegið í gegn enda eru þær krúttlegar, fræðandi og fyndnar og henta ungu áhugafólki um risaeðlur og önnur forsöguleg dýr. 48 bls. Forlagið - Mál og menning IB Hræðilegt hús Höf: Meritxell Martí Myndh: Xavier Salomó Þýð: Elín G. Ragnarsdóttir Þetta kvöld söfnuðust skrímslin úr ævintýrunum saman á leynilegum stað í dimmu borginni — þau hittust í kjallarabarnum Búdó — til að ræða hina hræðilegu húsnæðiskrísu sem þau stóðu öll frammi fyrir. 60 bls. Drápa IB Hræðileg veisla Höf: Meritxell Martí Myndir: Xavier Salomó Þýð: Elín G. Ragnarsdóttir Hér verður boðið upp á veislumat sem þú hefur aldrei séð áður! Þessi bók er bráðfyndin og hryllileg. Undir stórum flipum er hægt að sjá uppáhaldsrétti allra verstu skrímslanna úr uppáhalds ævintýrunum þínum! Hinn heimsfrægi matreiðslumeistari Leó Gúttó útbýr veislu sem svo sannarlega er við hæfi skrímslanna. 60 bls. Drápa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 9GOR Gormabók  HSP Harðspjalda bók  HLB Hljóðbók  IB Innbundin bók  KIL Kilja  RAF Rafbók  G Sveigjanleg kápa  TÍM Tímarit  LKO Landakort Barnabækur  MYNDRÍK AR Styðjum við lesskilning barna, ræðum textann hvort sem við lesum fyrir börn eða þau lesa sjálf. Tengjumst textanum: • hefur þú séð svona? • myndi þig langa til að prófa? • hvað finnst þér um þetta?

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.