Bókatíðindi - nov. 2025, Side 10

Bókatíðindi - nov. 2025, Side 10
IB Litla gula hænan Höf: Steingrímur Arason Myndh: Iðunn Arna Björgvinsdóttir Þessi frægasta dæmisaga hérlendis, ættuð úr Vesturheimi, var mörgum fyrsta lesefni ævinnar. Hún er ekki síður eftirminnileg fyrir tæran réttlætisboðskap sem oft er vitnað til. Í bókinni eru fleiri kunnuglegar sögur, svo sem um sætabrauðsdrenginn og Unga litla. Hér hafa myndir úr fyrstu útgáfu bókarinnar frá 1930 verið endurgerðar. 160 bls. Bókaútgáfan Sæmundur IB Litli prinsinn – myndabók Byggð á sögu Antoine de Saint-Exupéry Höf: Louise Greig og Sarah Massini Þýð: Margrét Gunnarsdóttir Litli prinsinn er hugljúf perla með sígildan boðskap um það sem er mikilvægast í lífinu. Í þessari glæsilega myndskreyttu bók er sagan löguð að börnum og hefur fangað hjörtu ungra lesenda víða um lönd. Fegurðin býr í hinu leynda ... 42 bls. Ugla IB Litlu börnin læra - dýrin Þýð: Andri Karel Ásgeirsson Púslbók fyrir þau yngstu þar sem börnin geta skemmt sér við að raða púslum á rétta staði og lært um leið nöfn og útlit á spennandi dýrategundum. 10 bls. Unga ástin mín IB Lína fer í lautarferð Höf: Astrid Lindgren Þýð: Sigrún Árnadóttir Það er indæll haustdagur. Tommi og Anna eru í leyfi frá skólanum og Línu finnst tilvalið að fara í lautarferð út í haga. Á vegi þeirra verða bæði sauðþrá kýr og nautheimskur tarfur – auk þess sem herra Níels hverfur sporlaust. En Lína er bæði sterk og ráðagóð og getur leyst hvers kyns vanda. Sígild saga eftir Astrid Lindgren í nýjum búningi. 40 bls. Forlagið - Mál og menning IB Jólakötturinn Höf: Jóhannes úr Kötlum Myndir: Þórarinn Leifsson Hér birtist kvæðið sígilda eftir Jóhannes úr Kötlum með teikningum Þórarins Leifssonar. Kötturinn sem við þekkjum öll stekkur fram á nýjan og ferskan hátt og teikningar Þórarins gera hann bæði skelfilegan og afar skemmtilegan. Einnig fáanleg á ensku. 40 bls. Forlagið - Mál og menning IB Kúkaveislan mikla Höf: Sofie Østergaard Myndh: Malene Høegh Þýð: Pétur Már Ólafsson Mamma Egils segir að hann verði að fara á klósettið. Kúkinn í honum langi svo mikið niður í holræsið til að hitta kúkinn úr öllum hinum krökkunum í götunni og halda kúkaveislu! 29 bls. Veröld IB Kvíðapúkinn Stuðningsrit fyrir börn með kvíða Höf: Arna Lind Viðarsdóttir Aron er með skrítna tilfinningu í maganum þegar hann á að fara í leikskólann. Mamma hans segir honum þá frá kvíðapúkanum. Hún segir að púkinn komi þegar við kvíðum einhverju sem við þurfum bara alls ekki að hafa áhyggjur af. Með því að ræða um kvíðann tekst Aroni að ná stjórn á honum og verða vinur púkans. 30 bls. Óðinsauga útgáfa IB Kötturinn Emil sem allir vildu eiga Höf: Helga Ólafs Myndir: Gerður Steinars Hjartnæm saga byggð á sönnum atburðum. Það var á köldu vetrarkvöldi að kötturinn Emil hvarf sporlaust frá heimili sínu í Mosfellsbæ aðeins tveggja ára. Heimilisfólkið leitaði hans logandi ljósi en Emil fannst hvergi. Í heil sjö ár átti Emil viðburðaríkt líf langt frá fjölskyldu sinni en vonin um að þau fengju að sjá hann aftur slokknaði aldrei. 52 bls. Sögur útgáfa IB Lára fer á hestbak Höf: Birgitta Haukdal Myndir: Anahit Aleqsanian og Elen Nazaryan Láru finnst hestarnir á reiðnámskeiðinu svolítið stórir og ætlar varla að þora að fara á bak. Atli vinur hennar er vanur hestum úr sveitinni hjá afa sínum og ömmu og gefur Láru góð ráð. Hversdagssögur Birgittu Haukdal um Láru og bangsann Ljónsa hafa verið metsölubækur í fjölda ára og vinsæl leiksýning verið gerð eftir þeim. 41 bls. Forlagið - Vaka-Helgafell B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 GOR Gormabók  HSP Harðspjalda bók  HLB Hljóðbók  IB Innbundin bók  KIL Kilja  RAF Rafbók  G Sveigjanleg kápa  TÍM Tímarit  LKO Landakort10 Barnabækur  MYNDRÍK AR Gefum börnum bækur

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.