Bókatíðindi - nov. 2025, Side 16

Bókatíðindi - nov. 2025, Side 16
IB Ævintýri hinna fimm fræknu Gamli góði Tommi / Legið í leti Höf: Enid Blyton Þýð: Huginn Þór Grétarsson Tvær stuttar og spennandi sögur um hin fimm fræknu. Frábært tækifæri bæði fyrir yngri lesendur og eldri aðdáendur Enidar Blyton til að njóta sígildra bókmennta eftir höfundinn. Þessar bækur hafa ekki verið fáanlegar á íslensku áður. Fyrstu tvær bækurnar slógu í gegn og nú eru þær orðnar fjórar talsins. 80 bls. Óðinsauga útgáfa SVK Léttlestrarbækur Geimgarður, Lestrarhestur, Nammigrísinn, Plánetuguðir, Undraverð dýr og Varúð! villt dýr Höf: Huginn Þór Grétarsson Nýjar og skemmtilegar léttlestrarbækur. Frábært efni til að þjálfa lestur. Forvitni barna er vakin með efnistökum bókanna. Unnið er með gamansaman texta, góð gildi og áhugasvið barna. Með því að vekja upp forvitni þeirra sækja þau sjálf í að lesa. Hér eru á ferð sex nýjar bækur í einum allra vinsælasta bókaflokki landsins. 21 bls. Óðinsauga útgáfa IB Geimverurnar í Naustahvilft Höf: Guðný Anna Annasdóttir Myndh: Páll Jóhann Sigurjónsson Vinkonurnar Lindís og Steindís fara í fjallgöngu upp í Naustahvilft. Þær koma sér vel fyrir upp í Naustahvilftinni til að borða nestið sitt. Allt í einu birtist þar geimskip. Hvað gera vinkonurnar þegar þær sjá geimskipið? 31 bls. Gudda Creative SVK Geitin Gagagú og lestu nú! Nr.1 Höf: Huginn Þór Grétarsson Geitin Gagagú er alltaf að lenda í furðulegum uppákomum. Algjört vesen! En sem betur fer er hún jafn flink að koma sér úr klandri og að þefa uppi vandræði. Í þessari bók fer geitin í ferðalag til Afríku, tunglsins og endar inni í skógi þar sem við kynnumst kanínu og svíni, sem verða erkióvinir geitarinnar. Fullt af fyndnu efni í þessari bók! 22 bls. Óðinsauga útgáfa IB Stjáni og stríðnispúkarnir Gistipúkar Höf: Zanna Davidson Stjáni er bæði spenntur og kvíðinn þegar hann fer í gistipartý hjá Aroni vini sínum. Hann hefur aldrei sofið annars staðar en heima hjá sér! Hvað getur farið úrskeiðis? 77 bls. Rósakot IB Ekki fá þér hamstur Höf: Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Bragi Páll Sigurðarson Myndh: Addi nabblakusk Hræðilega skemmtileg saga fyrir krakka á öllum aldri. Hamstrar eru mjög sætir! Og alls ekki hættulegir! Tja, allir nema einn. Edda er nýflutt upp í sveit þegar hún eignast sætasta hamstur heims. En hann er frekar leiðinlegur. Og heldur fyrir henni vöku á nóttunni. Svo Edda gerir nokkuð mjög slæmt. Hún skilur búrið eftir opið svo hamsturinn týnist. 64 bls. Sögur útgáfa IB Ekki opna þessa bók Hún lyktar illa Höf: Andy Lee Þýð: Huginn Þór Grétarsson Farðu og lyktaðu af sokkunum hans afa þíns. Þeir lykta betur en þessi bók! Þetta er ný bók í einum vinsælasta bókaflokki landsins. Á skrímslinu Wiz hvíla álög og í hvert skipti sem blaðsíðunni er flett gustar enn verri lykt af bókinni. Táfýlulykt, ruslabíllinn og myglaðir ávextir! Alls ekki láta barnið lesa þessa bók, það mun veltast um af hlátri! 32 bls. Óðinsauga útgáfa IB Emma og fýlupúkarnir Höf: Eydís Herborg Kristjánsdóttir Myndir: Claudia Favilli Gúgú amma og Emma eru í búðinni þegar þær finna allt í einu sterka prumpulykt. Þar er á ferð grænn fýlupúki sem felur sig í grænmetinu. Bækurnar um hana Emmu henta afskaplega vel til að æfa lestur. Þær eru með stóru letri og góðu línubili. Áður hafa komið út bækurnar Emma í útilegu um hávetur og Emma og rennireiðin. 50 bls. Óðinsauga útgáfa SVK Fellihýsageymslan Höf: Marta Magnúsdóttir Myndh: Karl Kristján Davíðsson Eru krakkar skyldugir til að biðja fullorðna um aðstoð við allt sem er spennandi, skemmtilegt eða krefjandi? 6. bekkingarnir og frændsystkinin Þórunn og Santiago lenda í óvæntum aðstæðum og taka málin í sínar hendur. Við tekur skrautlegt tímabil þar sem eini fasti punkturinn í tilverunni er sjónvarpsfréttaáhorf heima hjá ömmu og afa. 147 bls. Kaffibrennslan Valería IB Fíasól og litla ljónaránið Höf: Kristín Helga Gunnarsdóttir og Halldór Baldursson Einu sinni var Fíasól á flandri og um það var skrifuð bók. En auðvitað var það ekki sagan öll. Mikilvægum staðreyndum var leynt. Ekkert var sagt frá fáránlegum leiðangri í skemmtigarð þar sem skuggalegt fólk og framandi dýr komu við sögu. Fíasól og fjölskyldan ætluðu að þegja yfir ævintýrinu en nú er kominn tími til að leysa frá skjóðunni. 30 bls. Bjartur B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 GOR Gormabók  HSP Harðspjalda bók  HLB Hljóðbók  IB Innbundin bók  KIL Kilja  RAF Rafbók  G Sveigjanleg kápa  TÍM Tímarit  LKO Landakort16 Barnabækur  SK ÁLDVERK

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.