Bókatíðindi - nóv. 2025, Qupperneq 17

Bókatíðindi - nóv. 2025, Qupperneq 17
IB Hjartslátturinn hennar Lóu Höf: Kristín Cardew Myndh: Lilja Cardew Í dag fær Lóa að gera öll sín uppáhalds prakkarastrik – og fyrir því er alveg sérstök ástæða. Dýralæknirinn sagði að nú væri lítið eftir í tímaglasinu hennar Lóu og því fær hún heilan dag til að skapa minningar með bestu vinkonu sinni, minningar sem munu lifa eftir að Lóa er farin. Hugljúf saga um alvarleika lífsins. Einnig fáanleg á ensku. 40 bls. Bókabeitan IB Spæjarastofa Lalla og Maju Hjólaráðgátan Höf: Martin Widmark Myndir: Helena Willis Þýð: Æsa Guðrún Bjarnadóttir Sumir þátttakendur í hjólreiðakeppni Víkurbæjar hegða sér afar grunsamlega. Má beita öllum brögðum til að komast fyrst í mark? Það er eins gott að spæjararnir Lalli og Maja eru á staðnum því að lögreglustjórinn skilur ekki neitt í neinu! Bráðfyndin og spennandi ráðgáta með litmyndum á hverri opnu. 91 bls. Forlagið - Mál og menning IB Hobbitinn Höf: J.R.R. Tolkien Þýð: Solveig Sif Hreiðarsdóttir Þýð.lj: Bragi Valdimar Skúlason Myndh: J.R.R. Tolkien Hobbitann eftir J.R.R. Tolkien þarf vart að kynna. Góðu fréttirnar eru að nú er bókin loks fáanleg á ný fyrir lesendur á Íslandi. Í nýrri þýðingu Solveigar Sifjar Hreiðarsdóttur með ljóðaþýðingum Braga Valdimars Skúlasonar. www.kver.is 307 bls. Kver bókaútgáfa IB Hræðilegt hús Höf: Meritxell Martí Myndh: Xavier Salomó Þýð: Elín G. Ragnarsdóttir Þetta kvöld söfnuðust skrímslin úr ævintýrunum saman á leynilegum stað í dimmu borginni — þau hittust í kjallarabarnum Búdó — til að ræða hina hræðilegu húsnæðiskrísu sem þau stóðu öll frammi fyrir. 60 bls. Drápa IB Hræðileg veisla Höf: Meritxell Martí Myndir: Xavier Salomó Þýð: Elín G. Ragnarsdóttir Hér verður boðið upp á veislumat sem þú hefur aldrei séð áður! Þessi bók er bráðfyndin og hryllileg. Undir stórum flipum er hægt að sjá uppáhaldsrétti allra verstu skrímslanna úr uppáhalds ævintýrunum þínum! Hinn heimsfrægi matreiðslumeistari Leó Gúttó útbýr veislu sem svo sannarlega er við hæfi skrímslanna. 60 bls. Drápa IB Obbuló í Kósímó Gjafirnar Höf: Kristín Helga Gunnarsdóttir og Halldór Baldursson Oddný Lóa Þorvarðardóttir býr í Kjóamóa þrjúhundruð og sjö. Hvaða krakki getur sagt það? Enginn. Obbuló á heima í Kósímó. Hér er svarað mikilvægum jólaspurningum eins og: Hvað át afi? Hver tók allt sem týndist? Má pota í pakka og klípa þá? Hvað var í risarisastóra pakkanum? 36 bls. Bjartur IB Glaumbær: Letni dzień w Glaumbær Sumardagur í Glaumbæ í pólskri þýðingu Höf: Berglind Þorsteinsdóttir Myndh: Jérémy Pailler Þýð: Ewelina Kacprzycka Hefur þú einhvern tímann velt því fyrir þér hvernig það var að alast upp í torfbæ í gamla daga? Í þessari ríkulega myndskreyttu sögubók fylgjum við Sigga litla, vinkonu hans Jóhönnu og heimilishundinum Ysju í einn dag í lífi þeirra. Bókin gefur innsýn í daglegt líf Íslendinga á árum áður. Bókin kemur nú út á pólsku. 33 bls. Byggðasafn Skagfirðinga IB Glaumbær: Zimowy dzień w Glaumbær Vetrardagur í Glaumbæ í pólskri þýðingu Höf: Berglind Þorsteinsdóttir Myndh: Jérémy Pailler Þýð: Ewelina Kacprzycka Hefur þú einhvern tímann velt því fyrir þér hvernig það var að alast upp í torfbæ í gamla daga? Þetta er framhald sögunnar Sumardagur í Glaumbæ. Í þessari ríkulega myndskreyttu sögubók er Glaumbær sveipaður vetrarbúningi og við fylgjumst með Jóhönnu, Sigga og heimilishundinum Ysju við jólaundirbúning. Bókin kemur nú út á pólsku. 36 bls. Byggðasafn Skagfirðinga SVK Þín eigin saga 12 Gleðileg jól Höf: Ævar Þór Benediktsson Myndir: Evana Kisa Það er desember og þú ert í jólaskapi. Þig langar að renna þér á snjóþotu svo þú arkar upp í fjall. Í stórum helli sitja þrettán furðulegir kallar við varðeld og í myrkrinu glóa risastór kattaraugu. Þú ræður hvað gerist næst! Í tólftu bókinni í þessum vinsæla bókaflokki spinnur Ævar Þór þráð úr bók sinni Þín eigin þjóðsaga. 72 bls. Forlagið - Mál og menning IB Handbók fyrir ofurhetjur - bók 10: Allir ljúga Höf: Elias Vahlund Myndir: Agnes Vahlund Þýð: Ingunn Snædal Lísa veit að þær Sandra geta ekki verið vinkonur lengur. Það er of hættulegt, Sandra er jú dóttir Wolfgangs, versta skúrks í sögu Rósahæðar! En þegar Sandra biður Rauðu grímuna um að hjálpa sér að fá að heimsækja pabba sinn í fangelsið getur Lísa ekki neitað. 112 bls. Drápa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 17GOR Gormabók  HSP Harðspjalda bók  HLB Hljóðbók  IB Innbundin bók  KIL Kilja  RAF Rafbók  G Sveigjanleg kápa  TÍM Tímarit  LKO Landakort Barnabækur  SK ÁLDVERK 
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Bókatíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.