Bókatíðindi - nóv. 2025, Blaðsíða 20

Bókatíðindi - nóv. 2025, Blaðsíða 20
IB Paradísareyjan Höf: Embla Bachmann Myndh: Bergrún Íris Sævarsdóttir Eyjuhátíðin er haldin árlega en í þetta sinn fer allt úr böndunum … Vinirnir Freyja og Hallgrímur eru yfir sig spennt og mæta niður á bryggju að taka á móti gestunum. En þeir eru fleiri en vanalega og líka dónalegri! Þegar Freyja og Hallgrímur fara að rannsaka málið komast þau að því að fæstir eru komnir til að taka þátt í hátíðinni. 208 bls. Bókabeitan SVK Þín eigin saga 11 Piparkökuborgin Höf: Ævar Þór Benediktsson Myndir: Evana Kisa Þú ert í gönguferð í skóginum þegar þú finnur sæta og góða lykt. Framundan er heil piparkökuborg. Góðlegar gamlar konur taka á móti þér og bjóða þér bakkelsi – eða eru þetta grimmar nornir sem ætla að lokka þig inn í bakarofn? Þú ræður hvernig sagan fer! Hér spinnur Ævar Þór þráð úr bók sinni Þitt eigið ævintýri. 72 bls. Forlagið - Mál og menning IB Fótboltistarnir! Ráðgátan á stystu nótt ársins Höf: Roberto Santiago Þýð: Ásmundur Helgason Það líður að miðnætti á knattspyrnuvellinum í Skógargerði og það þýðir að nú er hægt að kveikja í varðeldunum á Jónsmessunótt. Og það sem er mikilvægast, leikurinn gegn Vonskuvík er rétt að hefjast. Sigurliðið mun taka sigurlaunin með sér heim, styttuna af Jóhannesi skírara, til varðveislu í heilt ár. 64 bls. Drápa IB Ráðgátan um háskalegu þokuna Draugastofan 3 Höf: Kristina Ohlsson Þýð: Tinna Ásgeirsdóttir Það er draugagangur á bóndabænum Hagakoti. Á næturnar kemur draugur og hleypir hesti Róbertós Gonzales úr haganum. Þetta hefur gerst ítrekað en bara þegar það er þoka … Róbertó leitar til Eddu og Krumma á Draugastofunni um hjálp. Hvað vill draugurinn eiginlega? Og hvers vegna fer hesturinn alltaf að fossinum? 112 bls. Ugla IB Vinkonur Ráðgátur 1: Þjófur á hjóli Höf: Sara Ejersbo Þýð: Ingibjörg Valsdóttir Karólína stóra systir Jósef ínu er í vandræðum. Kvöldið sem hún fór snemma heim úr vinnunni var peningum rænt af vinkonu hennar. Eða svo segir vinkonan... 136 bls. Bókabeitan IB Ofurspæjari Höf: David Walliams Þýð: Guðni Kolbeinsson Þegar mesti og besti spæjari heims er myrtur um borð í farþegaskipi hver á þá að leysa morðgátuna? Jú auðvitað Dillý og hundurinn hennar. 320 bls. Bókafélagið IB Ævintýri Orra og Möggu 3 Orri og Magga: Lygilegir hrekkir Höf: Bjarni Fritzson Myndh: Þorvaldur Sævar Gunnarsson Ótrúleg ævintýri Orra og Möggu eru börnum landsins löngu orðin þekkt. Hér í þessari tvöföldu bók þá ætla þau að segja okkur frá lygilegum hrekkjum sem fóru að sjálfsögðu langt, langt, langt yfir strikið. 74 bls. Út fyrir kassann IB Ævintýri Orra og Möggu 4 Orri og Magga: Vondu nágrannarnir Höf: Bjarni Fritzson Myndh: Þorvaldur Sævar Gunnarsson Ótrúleg ævintýri Orra og Möggu eru börnum landsins löngu orðin þekkt. Hér í þessari tvöföldu bók segja þau frá því þegar hræðilegir nágrannar fluttu í hverfið og þau þurftu að taka til sinna mála og koma þeim í burtu. 64 bls. Út fyrir kassann IB Orri óstöðvandi 1-3 Höf: Bjarni Fritzson Ótrúleg ævintýri Orra og Möggu eru börnum landsins löngu orðin þekkt og loksins eru fyrstu þrjár Orra óstöðvandi bækurnar komnar aftur. Þetta eru bækurnar: Orri óstöðvandi 1, Orri Óstöðvandi 2: Hefnd glæponanna og Orri Óstöðvandi 3: Bókin hennar Möggu Messi. 250 bls. Út fyrir kassann IB Orri verður óstöðvandi Höf: Bjarni Fritzson Nú er loksins komið að því sem þú ert búinn að bíða eftir. Ég ætla að spóla nokkur ár aftur í tímann og segja þér hvernig ég breyttist úr stresskallinum Orra í ofurhetjuna Orra óstöðvandi. Í raun og veru hefði þessi bók átt að vera fyrst í röðinni, en ég varð að bíða með hana. Hún er nefnilega svo rosalega svakaleg. 270 bls. Út fyrir kassann B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 GOR Gormabók  HSP Harðspjalda bók  HLB Hljóðbók  IB Innbundin bók  KIL Kilja  RAF Rafbók  G Sveigjanleg kápa  TÍM Tímarit  LKO Landakort20 Barnabækur  SK ÁLDVERK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.