Bókatíðindi - nov. 2025, Side 21

Bókatíðindi - nov. 2025, Side 21
KIL Sibba subb Höf: Helgi Jónsson Myndh: Hrannar Atli Hauksson Nýr myndskreyttur barnabókaflokkur um krakka sem fá eitthvað á heilann! 60 bls. Bókaútgáfan Tindur IB Ljósaserían Silfurflautan Höf: Kristín Björg Sigurvinsdóttir Myndir: Herborg Árnadóttir Þegar silfurflauta Nessu hverfur á dularfullan hátt draga Aníta og Andri fram ráðgátugleraugun. Nú þurfa þau að hjálpast að því vinkona þeirra á að spila á tónleikum um kvöldið svo tíminn er naumur. Finna systkinin flautuna í tæka tíð? 80 bls. Bókabeitan IB RAF Skólastjórinn Höf: Ævar Þór Benediktsson Myndir: Elín Elísabet Einarsdóttir Salvar, 12 ára vandræðagemsi, sótti um stöðu skólastjóra því honum fannst það fyndið. En fyrir mistök fær hann starfið. Hann mætir til leiks vopnaður ferskum hugmyndum um hvernig megi gera skólann betri. (Pítsa og kandífloss í hádegismat! Blundtími! Grís í hvern bekk!) Hvað er það versta sem gæti gerst? Sprenghlægileg og hjartnæm verðlaunabók. 313 bls. Forlagið - Mál og menning IB Skólinn í skrímslabæ Höf: Bergrún Íris Sævarsdóttir Myndh: Tindur Lilja Mannabarnið Eva Brá er nýjasti nemandi skólans í Skrímslabæ! Þar hittir hún fjöldann allan af skrítnum skrímslum, til dæmis lítinn svangan varúlf, hrekkjótta norn og vampíru með stæla. Skólinn í Skrímslabæ er falleg og bráðfyndin saga eftir verðlaunahöfundinn Bergrúnu Írisi, prýdd heillandi og skemmtilegum teikningum Tinds Lilju. 96 bls. Bókabeitan IB Snúlli lærir um virðingu Höf: Helen Hafgnýr Cova Myndir: Helen Hafgnýr Cova Snúlli lærir um virðingu er þriðja bókin í seríunni um Snúlla. Að þessu sinni kemst Snúlli að því að virðing felst ekki alltaf í því að hlýða skilyrðislaust. Virðing getur tekið á sig margar myndir – gagnvart öðrum, sjálfum sér, hlutum og jafnvel skógi. Hvernig mun Snúlli læra að greina hvað á skilið virðingu og hvers vegna? 58 bls. Karíba útgáfa IB Ljósaserían Rugluskógur Höf: Elísabet Thoroddsen og Bergrún Íris Sævarsdóttir Er eitthvað ævintýralegra en að sofa í hengirúmi undir berum himni? Er einhver sem segir að bíll geti ekki líka verið flugvél? Eða að Esjan geti ekki heitið Skuggheimahóll – og að þar búi skuggaverur sem elska rifrildasúpu? 72 bls. Bókabeitan IB Rumpuskógur: Árás fýluskrímslisins Höf: Nadia Shireen Þýð: Solveig Sif Hreiðarsdóttir Myndh: Nadia Shireen Stórfótur leikur lausum hala í Rumpuskógi! En mikið stendur til því íkornapar eitt ætlar að gifta sig með pompi og prakt. Ætli skrímslið bjóði sér í brúðkaupið? Eitt er víst og það er að Teddi og Nanna og vinir neyðast nú til að halda á vit óvissunnar til þess að bjarga Rumpuskógi frá þessu hræðilega og illa lyktandi fýluskrímsli. www.kver.is 241 bls. Kver bókaútgáfa IB Rækjuvík Saga um dularfull skeyti og stuð Höf: Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Eftir langan, dimman vetur og vægast sagt glatað vor, er sólin loksins mætt til Reykjavíkur. Tvíburasystkinin Inga og Baldur eru komin í sumarfrí og forvitni þeirra er vakin þegar þau finna dularfullt flöskuskeyti. Þau ákveða að rannsaka málið á sinn einstaka hátt og ævintýri hversdagsins hefjast! 160 bls. Salka SVK Lestu sögu á 10 mínútum! Samloka með sultu Höf: Giuditta Campello Skemmtileg myndskreytt saga miðuð við yngstu lesendurna. Textinn er 400-500 orð og skilningsverkefni eru í lok sögunnar. 33 bls. Rósakot SVK Nadía og netið Segðu frá Alex! Höf: Caroline Engvall Þýð: Ingunn Snædal Myndir: Katarina Vintrafors Það er föstudagur og Alex hlakkar til bekkjarpartísins. Skyndilega fær hann vinabeiðni frá ókunnugri stelpu og byrjar að spjalla. Þegar hún biður um myndir hikar hann fyrst – en svo fer allt á versta veg. Hjálpleg og aðgengileg bók sem hvetur börn á aldrinum 6–14 ára og foreldra þeirra til samtals um lífið á netinu. 43 bls. Tengd B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 21GOR Gormabók  HSP Harðspjalda bók  HLB Hljóðbók  IB Innbundin bók  KIL Kilja  RAF Rafbók  G Sveigjanleg kápa  TÍM Tímarit  LKO Landakort Barnabækur  SK ÁLDVERK 

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.