Bókatíðindi - nov. 2025, Side 26

Bókatíðindi - nov. 2025, Side 26
SVK Fótboltaspurningar Illuga 2 Höf: Illugi Jökulsson Hér er komin mögnuð spurningabók sem snýst eingöngu um fótbolta! Í bókinni eru 15 leikir sem innihalda 15 spurningar hver. Alls 225 spurningar! Veistu allt um fótbolta? Nú kemur það í ljós! 112 bls. Drápa SVK Gerum samning Höf: William L. Heward og Jill C. Dardig Þýð: Gyða Haraldsdóttir Gerum samning lýsir fjögurra skrefa ferli til að búa til og innleiða árangursríka samninga sem breyta hegðun á jákvæðan hátt. Fallega myndskreyttar sögur, sem þú getur lesið með barninu þínu, sýna hvernig fjölskyldur nota samninga til að það gangi betur í hversdeginum, til dæmis með háttatíma, systkinasamvinnu og samskipti innan fjölskyldunnar. 208 bls. Skrudda IB Hetjurnar á HM 2026 Höf: Illugi Jökulsson Bestu leikmenn heims undirbúa sig fyrir stærsta sviðið! HM karla 2026 verður stærra og glæsilegra en nokkru sinni fyrr. Hundruð frábærra fótboltamanna munu leggja sig alla fram fyrir land sitt og þjóð – en hverjir munu skara fram úr? Verður Haaland markakóngur? Verður Mbappé besti maður mótsins? Verður Lamine Yamal alheimsstjarna? Verður Messi með? 72 bls. Sögur útgáfa IB Bók með hljóðum Hljóðin í hafinu Hljóð í tíu sjávardýrum Þýð: Helgi Jónsson og Anna Margrét Marinósdóttir Dýfðu þér ofan í fallegan töfraheim hafsins og skoðaðu höfrunga sem stökkva og krabba sem veifa. Ýttu á takkana til að heyra hljóðin í dýrunum. Fallegar myndir af sjávardýrum og skemmtilegur fróðleikur um falleg dýr á hverri blaðsíðu. 10 bls. Sögur útgáfa HSP Hoppaðu á talnarútuna Þýð: Helgi Jónsson og Anna Margrét Marinósdóttir Bók sem er í laginu eins og bíll. Skemmtileg leið til að efla áhugann á að læra að telja. Litríkar myndir hjálpa börnum við að skoða hluti og læra orð. Hoppaðu með á talnarútuna! 14 bls. Sögur útgáfa Barnabækur FRÆÐI OG BÆKUR ALMENNS EFNIS IB Allt um fótboltaheiminn Höf: José Morán Þýð: Ásmundur Helgason Búðu þig undir að fara í langa og spennandi fótboltaferð um rúm og tíma. Þú munt heimsækja allar heimsálfur fótboltans, skoða stærstu leikvangana, mæta á bestu leiki sögunnar, sjá frægustu mörkin, dást að stærstu stjörnunum og þú átt eftir að lesa margar ótrúlegar sögur frá öllum heimshornum. Góða skemmtun!  64 bls. Drápa IB Bekkurinn minn: Vinabók Höf: Yrsa Þöll Gylfadóttir Myndh: Iðunn Arna Björgvinsdóttir Bekkurinn minn: Vinabók er um þig og vini þína! Manstu eftir gömlu góðu vinabókunum? Þessum sem gengu á milli bekkjarfélaga og allir skrifuðu helstu upplýsingar um sig og sín áhugamál? Bekkurinn minn: Vinabók er í sama anda. 64 bls. Bókabeitan IB Fróðleikur Byggingarvinna / Risaeðlur Þýð: Huginn Þór Grétarsson Lyftu 50 flipum og lestu skemmtilegar staðreyndir um byggingarvinnu og risaeðlur. Fallega myndskreyttar bækur. Krakkar læra um allt sem snýr að byggingum og fara svo í ferðalag aftur í tíma og ganga inn í heim risaeðlanna. 12 bls. Óðinsauga útgáfa IB Dýrin undir ljósadýrðinni Höf: Vera Illugadóttir og Illugi Jökulsson Skemmtilegustu, fallegustu, merkilegustu og skrýtnustu dýrin sem lifa á hinum köldu slóðum undir norðurljósum og suðurljósum. Ísbirnir, hvalir, læmingjar, úlfar, sauðnaut, sækýr og öll hin. Marglit og merkileg, hlýleg en hörð af sér, einstök og athyglisverð. Frábær dýr í makalausu umhverfi. Þeim verðum við að kynnast. 232 bls. Sögur útgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 GOR Gormabók  HSP Harðspjalda bók  HLB Hljóðbók  IB Innbundin bók  KIL Kilja  RAF Rafbók  G Sveigjanleg kápa  TÍM Tímarit  LKO Landakort26 Barnabækur  FR ÆÐI OG BÆKUR ALMENNS EFNIS   Fræði og bækur almenns efnis

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.