Bókatíðindi - nov. 2025, Side 31

Bókatíðindi - nov. 2025, Side 31
IB Eilífðarvetur Höf: Emil Hjörvar Petersen Siðmenningin leið undir lok. Aldir hafa liðið. Á eyju sem eitt sinn hét Ísland ríkir viðvarandi vetur. Tveir sagnaþulir hitta fyrir vélkonu sem grafist hafði undir rústum en er nú fangi þeirra sem fundu hana. Sagnaþulirnir bjarga henni en þá hefst flótti yfir vetrarríki þar sem aðeins eitt lögmál virðist gilda; að komast af, sama hvað það kostar. 152 bls. Undur KIL Elsku Monroe og Bogart Höf: Þröstur Jóhannesson Það boðar varla nein venjulegheit þegar sjálfur Bogart mætir heim til fjölskyldunnar suður í Garð með Monroe upp á arminn. Spretthörð fantasía með harmrænan undirtón þar sem við fylgjumst með hjónakornunum Bogart og Monroe í gegnum frásögn sonar þeirra. Hér er dregin upp sterk mynd af tíðarandanum suður með sjó laust fyrir síðustu aldamót. 182 bls. Bókaútgáfan Sæmundur IB Emilía Höf: Ragnar Jónasson Ung kona, Emilía, flytur með foreldrum sínum og ömmu inn í timburhús í miðbæ Reykjavíkur. Ekki líður á löngu þar til hún uppgötvar að þau eru ekki ein á nýja heimilinu. Ragnar Jónasson sem er einn vinsælasti glæpasagnahöfundur heims sýnir hér á sér óvænta hlið í snarpri draugasögu. 127 bls. Veröld KIL RAF Englar alheimsins Höf: Einar Már Guðmundsson Stórbrotin og eftirminnileg verðlaunasaga Einars Más um mann sem veikist á geði og viðbrögð fjölskyldu og samfélags. Lýsingin á því hvernig skuggi geðveikinnar fellur smám saman yfir er átakanleg en um leið er sagan gædd einstakri hlýju og húmor í frásögn og stíl. Ein víðförlasta íslenska skáldsaga fyrr og síðar. Árni Matthíasson skrifar eftirmála. 272 bls. Forlagið KIL Ég vildi að ég hefði fæðst strákur Höf: Anna Elísabet Ólafsdóttir Ljúfsár skáldsaga um líf ungrar konu í Tansaníu. Við lesturinn hverfum við inn í óbrotið líf hinna fátæku Afríkumanna og baráttu þeirra við vandamál hins daglega lífs. Höfundur hefur frá árinu 2016 starfað með konum af Iraqw-þjóðflokknum í Tansaníu og komið þar á fót skóla og lánastofnun. 236 bls. Bókaútgáfan Sæmundur KIL DNA Höf: Yrsa Sigurðardóttir DNA er fyrsta bók Yrsu Sigurðardóttur um barnasálfræðinginn Freyju og lögreglumanninn Huldar. Hún hlaut Blóðdropann sem besta íslenska glæpasagan og einnig Palle Rosenkrantz-verðlaunin sem besta glæpasagan í Danmörku. Bókin er núna endurútgefin í tilefni af sýningu sjónvarpsseríunnar Reykjavík 112 sem byggð er á DNA. 476 bls. Veröld KIL Dóu þá ekki blómin? Höf: Guðrún Guðlaugsdóttir Elínborg situr á handriðinu og horfir yfir spegilslétt vatnið. Þetta er kveðjustund sem endist ævilangt. Þessi staður hefur verið henni skjól þegar heimurinn virtist ætla að klofna. Vatnið í sveitinni er gárað af óuppgerðum áföllum og brotin fjölskylda setur svip sinn á ljóma æskuáranna. Kraftmikil og kímin skáldævisaga Guðrúnar Guðlaugsdóttur. 207 bls. GPA RAF HLB Draugafans Höf: Jaki Valsson Draugafans er hrollvekjandi spennusaga sem dregur upp nýja og nútímalega mynd af íslenskum menningararfi. Jaki Valsson vakti verðskuldaða athygli fyrir bók sína Miðsvetrarblót sem kom út á Storytel 2024, fyrstu bókinni í listilega skrifaðri sagnaseríu sem segja má með sanni að veki upp drauga fortíðar, hreinræktaða skelfingu og magnaða spennu. 12:30 klst. Storytel Original KIL RAF Dúkkuverksmiðjan Höf: Júlía Margrét Einarsdóttir Þriðja skáldsaga Júlíu sem er sögumaður af guðs náð, í senn smellin og næm á mannfólkið. Milla litla og Reynir besti vinur hennar vaxa úr grasi í öruggum faðmi þorpsins Salteyrar. Þegar þau stálpast kemst ástin í spilið og flækir málin svo um munar. En úr fjarlægð fylgist dularfullur maður með Millu og lúrir á leyndarmáli sem mun umturna öllu. 265 bls. Forlagið - Mál og menning KIL Eftirför Höf: Anna Rún Frímannsdóttir Þegar fjölskyldufaðirinn Hallur hverfur sporlaust stendur lögreglan ráðþrota gagnvart kaldri slóð. Það er ekkert sem gefur til kynna að hann hafi verið flæktur í neitt misjafnt og langþráð vetrarfrí fjölskyldunnar breytist skyndilega í martröð. Það er engu líkara en að jörðin hafi gleypt hann. 360 bls. Salka B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 31GOR Gormabók  HSP Harðspjalda bók  HLB Hljóðbók  IB Innbundin bók  KIL Kilja  RAF Rafbók  G Sveigjanleg kápa  TÍM Tímarit  LKO Landakort Skáldverk  ÍSLENSK

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.