Bókatíðindi - nov. 2025, Side 33

Bókatíðindi - nov. 2025, Side 33
KIL RAF HLB Hefnd Diddu Morthens Höf: Sigríður Pétursdóttir Starfsferill Diddu Morthens er að engu orðinn, börnin löngu farin að heiman og eiginmaðurinn er úrvinda öll kvöld. Hún hangir í tölvunni til að drepa tímann og dag einn býr hún til gervimenni á netinu til að hefna sín á gamalli bekkjarsystur. Sprenghlægileg saga sem fékk fyrstu verðlaun í handritasamkeppni Forlagsins. 132 bls. Forlagið KIL RAF HLB Skuggabrúin Heiðmyrkur Höf: Ingi Markússon Í Heiðmyrkri lýkur Ingi Markússon sögunni sem hófst með Skuggabrúnni og hélt áfram í Svikabirtu, bókum sem vakið hafa verðskuldaða athygli og lof. Heiðmyrkur bindur þríleikinn saman í myrkri frásögn á mörkum fantasíu og vísindaskáldskapar - sögu um vináttuna og hefndina; lífið og eilífðina; vitundina og vélina; ljósið, myrkrið og skugga manns. 412 bls. / 11:30 klst. Storytel Original: hljóð- og rafbók Sögur: prentútgáfa KIL Herbergi í öðrum heimi & Sápufuglinn Höf: María Elísabet Bragadóttir Herbergi í öðrum heimi og Sápufuglinn slógu eftirminnilega í gegn, en sú síðarnefnda fékk viðurkenningu Bókmenntaverðlauna ESB. Sögurnar einkennast af djúpu innsæi, húmor og hugmyndaauðgi. María skrifar af öryggi um valdadýnamík í samböndum, flókna kynverund og þrá fólks eftir því sem það getur ekki fengið. 256 bls. Benedikt bókaútgáfa IB RAF HLB Herranótt Höf: Steindór Ívarsson Aldraður lögfræðingur sem starfaði hjá utanríkisþjónustunni finnst myrtur á hrottalegan hátt. Rúna og Hanna þurfa að grafa djúpt í fortíð þessa leyndardómsfulla manns til að leysa málið. Aldrei hefði þær getað órað fyrir illskunni sem þar leynist. 400 bls. / 09:00 klst. Storytel Original: hljóð- og rafbók Ástríkur bókaforlag: prentútgáfa KIL RAF Gestir Höf: Hildur Knútsdóttir Þegar ókunnug læða gýtur kettlingi heima hjá Unni neyðist hún til að veita köttunum skjól og hlúa að þeim ásamt eiganda þeirra, Ástu. Með konunum tveimur tekst óvænt vinátta og smám saman hleypa þær hvor annarri inn í sína myrkustu kima, áföll og ástarsambönd. Þegar ógn steðjar að standa þær saman – jafnvel þótt það kosti ósegjanlega glæpi. 147 bls. Forlagið - JPV útgáfa IB Girnd Höf: Þóra Sveinsdóttir Helga hafði allt: fjölskyldu, vini og frama sem tekið var eftir. En á bak við luktar dyr átti hún líka líf sem fáir vissu um. Þegar hún finnst látin á heimili sínu virðist það í fyrstu vera slys – þar til sannleikurinn kemur smám saman í ljós. 298 bls. European Digital University IB Gleymd Höf: Unnur Sólrún Bragadóttir Erna er 27 ára, vinnur hjá bókaforlagi og fær það verkefni að rita ævisögu Evu sem lengi bjó í Danmörku og varð þar þekktur rithöfundur. Eva á litríkt líf að baki en er nú flestum gleymd. Hún er orðin veik, einmana og full haturs og hefnigirni og ætlar að koma höggi á fyrrum félaga sína. 165 bls. Skrudda IB Glæður galdrabáls Höf: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Glæður galdrabáls fjallar um tíma galdraótta og ofstækis. Hér er rakin saga móður og sonar sem lögðu fótgangandi í langa ferð norðan úr landi vestur á firði í leit að betri kjörum, á síðari hluta 17. aldar, þegar tíðkaðist að brenna fólk á báli fyrir galdra. 199 bls. Skrudda IB Grár köttur, vetrarkvöld Höf: Ægir Þór Til hvers er lífið þegar kötturinn manns er týndur? Slík spurning gæti virst léttvæg, en þegar öllu er á botninn hvolft er þá eitthvað mikilvægara en að finna ylinn af öðru lífi? Að vita af einhverju sem undirstrikar eigin mannleika? Eitthvað sem jafnvel mætti kalla ást? 221 bls. Bókabeitan B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 33GOR Gormabók  HSP Harðspjalda bók  HLB Hljóðbók  IB Innbundin bók  KIL Kilja  RAF Rafbók  G Sveigjanleg kápa  TÍM Tímarit  LKO Landakort Skáldverk  ÍSLENSK Heimili hinna fullkomnu glæpa

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.