Bókatíðindi - nov. 2025, Side 34
KIL
Innlyksa
Höf: Sjöfn Asare, Díana Sjöfn Jóhannsdóttir og
Rebekka Sif Stefánsdóttir
Í Innlyksa sameinast þrjár höfundaraddir í
margslungnum frásögnum af ókennilegum veruleika.
Saman takast sögurnar á við þungamiðju verksins sem
er einangrun, einmanaleiki og innilokunarkennd.
158 bls.
Blik bókaútgáfa
KIL
Innsti kroppur í búri
Höf: Helgi Jónsson
Beint framhald af Bónorðunum tíu.
272 bls.
Bókaútgáfan Tindur
KIL RAF
Í belg og biðu
Spjallbók
Höf: Sveinn Einarsson
Enn bregður höfundur á leik í nýrri spjallbók með
örsögum, ljóðum og minningaleiftrum frá langri og
viðburðaríkri ævi. Hann rabbar við lesendur í þeim
stíl sem kallaður hefur verið causeries á útlensku
jafnframt því að mæla fram gömul og ný ljóð.
146 bls.
Ormstunga
IB
Ísbirnir
Höf: Sólveig Pálsdóttir
Það er órói í samfélaginu. Eitthvað slæmt liggur
í loftinu. Þegar Dagbjört, samfélagsmiðlastjarna
í blóma lífsins, hverfur sporlaust þarf Guðgeir
að hafa sig allan við að leysa málið. Hver
klukkustund telur og eftir því sem líður á
rannsóknina rætist versta martröð lögreglunnar.
Hvarf Dagbjartar er ekki einangrað tilvik.
272 bls.
Salka
KIL
Klúbburinn
Jól á Tenerife
Höf: Sandra B. Clausen
Jól á Tenerife er sjálfstætt framhald Klúbbsins þar
sem kraumandi ástríða tekur völd í hverjum kafla.
Karen er í sárum eftir dvöl sína á Siglufirði, sem lauk
með hneyksli í tengslum við kynlífsklúbb sem þar
var starfræktur. Hún stendur á krossgötum þannig
að hún ákveður að breyta rækilega um umhverfi og
eyða nokkrum vikum yfir hátíðarnar á Tenerife
212 bls.
Sögur útgáfa
IB
Hin helga kvöl
Höf: Stefán Máni
Hin helga kvöl er þrettánda bókin um
rannsóknarlögreglumanninn sérlundaða Hörð
Grímsson, sem hefur fyrir löngu skipað sér í hóp allra
vinsælustu skáldsagnapersóna samtímans. „Snilldar
flétta. Besta bókin hingað til. 100% Stefán Máni“
– Árni Matthíasson, menningarblaðamaður.
Sögur útgáfa
IB
Hringur fiskimannsins
Höf: Helga María Bragadóttir
Söguleg skáldsaga af íslenskum aðli miðalda,
átökum um fiskimið þjóðarinnar og yfirráð
yfir landinu. Fyrsta bók höfundar.
376 bls.
Bókaútgáfan Sæmundur
IB
Huldukonan
Höf: Fríða Ísberg
Konurnar í Lohr fjölskyldunni skilja ekki að Sigvaldi
þeirra, með alla sína augljósu mannkosti, hafi
aldrei gengið út. Ennfremur fá þær ekki skilið þá
fráleitu ákvörðun hans að gerast einsetumaður í
eyðivík. Dag einn birtist Sigvaldi á dyraþrepi móður
sinnar með mánaðargamla stúlku í fanginu og
neitar að svara því hver sé móðir barnsins.
294 bls.
Benedikt bókaútgáfa
KIL
Hyldýpi
Höf: Kári Vatýsson
Hyldýpi er spennutryllir sem heldur lesandanum
frá fyrstu blaðsíðu. Dögg Marteinsdóttir er ungur
læknir sem starfar í Súdan. Kristján er nýbúinn
að stofna eigin lögfræðistofu í Reykjavík en
verkefnin láta á sér standa. Pawel á von á barni með
ungri íslenskri kærustu. Líf þessara þriggja ólíku
einstaklinga eiga eftir að tvinnast saman.
172 bls.
Drápa
KIL
Indjáninn
skálduð ævisaga
Höf: Jón Gnarr
Indjáninn er saga um fjörmikinn strák, örverpi
aldraðra foreldra. Drengurinn á við ýmis vandamál að
stríða sem valda honum erfiðleikum í uppvextinum,
svo sem ofvirkni, athyglisbrest, rautt hár og nærsýni.
Hann er hugmyndaríkur og margvísleg uppátæki
hans, sum stórhættuleg, vekja litla lukku hjá hinum
fullorðnu. Áhrifamikil og stórskemmtileg.
202 bls.
Bjartur
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa TÍM Tímarit LKO Landakort34
Skáldverk ÍSLENSK