Bókatíðindi - nov. 2025, Side 39

Bókatíðindi - nov. 2025, Side 39
IB Synda selir Smásögur Höf: Steinn Kárason Smásögur sem gerast á Íslandi og erlendis. Sagt frá ungum dreng sem gefur skyggnigáfu sína upp á bátinn, Danmerkurdögum með skáldlegu ívafi, gamalli konu með göngugreind, tímaflakki milli heimsálfa, sundfélögum sem leysa landsmálin í legvatni, vinskap manna með ólíka kynhneigð, pólitískum mannaráðningum og kynbótum á mönnum sem hljóta óvæntan endi. 143 bls. Steinn útgáfa KIL RAF HLB Söngur Súlu 3 Í faðmi fjallsins Höf: Hrafnhildur Valgarðsdóttir Það er komið að tímamótum hjá Súlu. Hún er ófrísk og í „húsi bóka” er ekkert pláss fyrir barn. Eftir erfiðar uppákomur í vinnunni ákveður hún að flytja vestur, í hús ömmu sinnar sem stendur autt en er – kannski fokið burt í rokinu fyrir vestan. Hún þarf að hugsa hlutina upp á nýtt í nýjum veruleika ein og óstudd sem fullorðin kona og bráðum móðir. 197 bls. / 09:00 klst. Krass IB RAF HLB Tál Höf: Arnaldur Indriðason Héraðsdómari í Reykjavík er handtekinn fyrir morð á konu sem sinnir fylgdarþjónustu. Eiginkona hans snýr sér til Konráðs, fyrrverandi lögreglumanns, og fyrr en varir heldur hann inn í langa nótt að leita sannleikans. Viðburðarík hörkusaga um lygar og spillingu, undirferli og svik, nöturlega glæpi og skeytingarleysi gagnvart þeim sem minna mega sín. 275 bls. Forlagið - Vaka-Helgafell IB Tryllingur Höf: Sigga Dögg Tryllingur er fyrsta bókin í þríleiknum um Marínu, fertuga konu í andlegu sjálfsuppgötvunarferðalagi. Á kaffihúsinu Draumi í Hólavallagarði leitar hún að sjálfri sér, speglar sig í vinkonum sínum, skenkir galdraseyði, leggur tarotspil, og veltir fyrir sér ástinni. Sagan er byggð á endurminningum úr dagbókum höfundar. 465 bls. Kúrbítur KIL Undantekningin (de arte poetica) Höf: Auður Ava Ólafsdóttir Sagan hefst á gamlárskvöld, þegar Flóki, eiginmaður söguhetjunnar, kemur út úr skápnum og flytur til nafna síns og samstarfsmanns. Báðir eru þeir stærðfræðisnillingar og sérfræðingar í óreiðukenningunni. Í kjallaranum býr dvergurinn Perla sem leggur stund á hjónabandsráðgjöf og ritstörf þótt hún hafi hvorki verið gift né sent frá sér bók. 270 bls. Benedikt bókaútgáfa IB RAF Staðreyndirnar Höf: Haukur Már Helgason Steini er boðin staða hjá nýstofnaðri Upplýsingastofu og falið að leiða þróun opinbers staðreyndagrunns, vitvélar sem á að gegna lykilhlutverki í baráttu stjórnvalda gegn upplýsingaóreiðu. Verkefnið lofar góðu þar til háskólanemi ber upp eldfima spurningu við vélina. Hárbeitt satíra um vélrænt vit, mannasiði og nasista. 190 bls. Forlagið - Mál og menning KIL RAF HLB Stjörnurnar yfir Eyjafirði Höf: Ása Marin Notaleg, fyndin og rómantísk jólasaga, sjálfstætt framhald hinnar vinsælu Hittu mig í Hellisgerði. Valería er búin að fá nóg af bæði brauðtertum og blessaðri móður sinni og stekkur því á nýtt starf í Jólagarðinum en því fylgir bæði íbúð og langþráð sjálfstæði. Og ekki líður á löngu þar til ástarhjólin fara að snúast í Eyjafjarðarsveit. 261 bls. Forlagið - Vaka-Helgafell KIL Sumarið við brúna Höf: Viktor Arnar Ingólfsson Óvenjuleg glæpasaga. Árið 1908 var byggð 55 m löng bogabrú yfir Fnjóská. Ýmislegt bar til tíðinda, hamfaraflóð í ánni og dularfull dauðsföll. Viktor Arnar er þekktur höfundur vinsælla glæpasagna sem hafa verið gefnar út á fjölmörgum tungumálum. Útgefandi: sterkarsagnir@icloud.com. 232 bls. Sterkar sagnir KIL Sumarljós, og svo kemur nóttin Höf: Jón Kalman Stefánsson Sumarljós, og svo kemur nóttin er sjötta skáldsaga Jóns Kalmans. Hún kom fyrst út árið 2005 og færði höfundi Íslensku bókmenntaverðlaunin. Jón Kalman hefur sent frá sér fimmtán skáldsögur, síðast Himintungl yfir heimsins ystu brún (2024). Bækur hans hafa verið þýddar á yfir 20 tungumál. 215 bls. Benedikt bókaútgáfa IB Syndafall Höf: Yrsa Sigurðardóttir Yrsa Sigurðardóttir fléttar hér listilega saman ólíka þræði sem virðast algjörlega ótengdir en undir brothættu yfirborðinu lúrir ógæfan ... 280 bls. Veröld B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 39GOR Gormabók  HSP Harðspjalda bók  HLB Hljóðbók  IB Innbundin bók  KIL Kilja  RAF Rafbók  G Sveigjanleg kápa  TÍM Tímarit  LKO Landakort Skáldverk  ÍSLENSK

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.