Bókatíðindi - nov. 2025, Síða 41

Bókatíðindi - nov. 2025, Síða 41
KIL Barnæska Höf: Jona Oberski Þýð: Gyrðir Elíasson Ona býr með foreldrum sínum í Amsterdam þegar Þjóðverjar hertaka Holland í upphafi heimsstyrjaldarinnar síðari. Fjölskyldan er í óða önn að undirbúa flutning til Palestínu þegar hún er skyndilega vakin upp um miðja nótt, flutt nauðug í lest og að lokum í fangabúðirnar í Bergen-Belsen. Gyrðir Elíasson íslenskaði. 154 bls. Ugla KIL RAF HLB Brostin jörð Höf: Clare Leslie Hall Þýð: Jón Hallur Stefánsson Ung urðu Beth og Gabriel ástfangin og áttu saman dásamlegt sumar. Áratug síðar býr Beth enn í sveitinni, gift góðum manni, þegar æskuástin snýr aftur. Óútkljáð fortíðin varpar dimmum skugga og eldfim leyndarmál knýja Beth til að taka erfiðar ákvarðanir. Hjartnæm, grípandi og spennuþrungin saga þar sem sterkar tilfinningar ýta fólki út á ystu nöf. 340 bls. Forlagið - Vaka-Helgafell KIL RAF Byrgið Sögur, kjarnyrði, brot Höf: Franz Kafka Þýð: Ástráður Eysteinsson og Eysteinn Þorvaldsson Þessi bók geymir úrval fjölbreyttra styttri texta sem Franz Kafka, einn áhrifamesti höfundur 20. aldar, lét eftir sig óútgefna er hann lést árið 1924: bráðskemmtilegar örsögur, smásögur og nóvellur, kjarnyrði og sögubrot. Safnið sýnir vel tök Kafka á knöppum frásögnum en hann var frumkvöðull í ritun örsagna. Ástráður Eysteinsson skrifar eftirmála. 244 bls. Forlagið IB Bældar minningar Höf: Angela Marsons Þýð: Ingunn Snædal „Einhver er að endurskapa skelfilega atburði úr fortíð þinni. Tilgangurinn er að valda þér sársauka og angist og lokamarkmiðið hlýtur að vera dauði þinn.“ 400 bls. Drápa KIL Dauðinn og stúlkan Höf: Guillaume Musso Þýð: Kristín Jónsdóttir Fyrir tuttugu og fimm árum átti hin átján ára Vinca í leynilegu ástarsambandi við kennara sinn. Nóttina sem hún hvarf áttu þau stefnumót. Manon, Thomas og Maxime hafa ekki talað saman síðan þau útskrifuðust fyrir öllum þessum árum en hittast aftur á bekkjarmótinu. Mun sannleikurinn um það sem raunverulega gerðist þessa örlagaríku nótt koma í ljós? 299 bls. Benedikt bókaútgáfa Skáldverk ÞÝDD KIL Af hverju báðu þau ekki Evans? Höf: Agatha Christie Þýð: Jakob F. Ásgeirsson Var það slys að ókunnugur maður féll fram af klettabrún og dó? Eða bjó eitthvað ískyggilegt að baki? Grunsemdir vakna í huga glaðværa vinaparsins, Bobbys og Francis, sérstaklega í ljósi þess hvað maðurinn sagði í andarslitrunum: „Af hverju báðu þau ekki Evans?“ Hver var Evans? Hvað átti maðurinn eiginlega við? 289 bls. Ugla KIL Atburðurinn Höf: Annie Ernaux Þýð: Þórhildur Ólafsdóttir „Árum saman hefur þessi atburður fylgt mér eins og skugginn. Þegar ég les um fóstureyðingu í skáldsögu fyllist ég ósjálfrátt geðshræringu, rétt eins og orðin umhverfist á samri stund í ofsafengna tilfinningu.“ Nóbelsverðlaunaskáldið Annie Ernaux er ein mikilvægasta rödd samtímabókmennta í Frakklandi. 122 bls. Ugla KIL Ást á ströndinni Höf: Gillian Harvey Þýð: Helgi Jónsson Ensk fertug kona fer í sumarfrí til Frakklands til að elta uppi tuttugu ára gamla ást. 316 bls. Bókaútgáfan Tindur KIL RAF Ást í óskilum Höf: Beth O'Leary Þýð: Halla Sverrisdóttir Izzy og Lucas starfa saman í móttökunni á gömlu heilsuhóteli sem rambar á barmi gjaldþrots. Þau þola ekki hvort annað en þegar kapphlaup hefst milli þeirra um að bjarga vinnustaðnum verður samband þeirra æ flóknara. Rómantísk og fyndin saga með heillandi persónum. 443 bls. Forlagið - JPV útgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 41GOR Gormabók  HSP Harðspjalda bók  HLB Hljóðbók  IB Innbundin bók  KIL Kilja  RAF Rafbók  G Sveigjanleg kápa  TÍM Tímarit  LKO Landakort Skáldverk  ÞÝDD   Þýdd
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókatíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.