Bókatíðindi - nov. 2025, Qupperneq 52

Bókatíðindi - nov. 2025, Qupperneq 52
KIL Fyrir vísindin Höf: Anna Rós Árnadóttir Anna Rós kveður sér hljóðs með vísindalegri nákvæmni í sinni fyrstu ljóðabók. Árið 2025 hlaut hún Ljóðstaf Jóns úr Vör. Vísindakonan tekur vinnuna aldrei með sér heim getur ekkert að því gert að sum hús eru í eðli sínu tilraunastofur þakrenna dropamælir þröskuldur loftvog gluggi smásjá glerskápur jarðskjálftamælir. 78 bls. Benedikt bókaútgáfa SVK Gleði skipbrotanna Höf: Giuseppe Ungaretti Þýð: Gyrðir Elíasson Ungaretti var eitt kunnasta ljóðskáld Ítala á liðinni öld. Hér birtist í fyrsta sinn á íslensku úrval ljóða úr þekktasta verki hans L'allegria nær 100 árum eftir birtingu þess á frummálinu. Inngang ritar Francesca Cricelli sem hefur rannsakað verk skáldsins um árabil. 80 bls. Dimma KIL Gul viðvörun Höf: Gríma Kamban Gul viðvörun er hlédræg bók um hinn hversdagslega en stundum yfirþyrmandi lífsháska sem býr í vitund mannsins, með dæmum úr sögu og bókmenntum og fortíð höfundar. 36 bls. Bókaútgáfan Sæmundur KIL Hallormsstaðaskógur Söguljóð fyrir börn Höf: Ása Hlín Benediktsdóttir Höfundur texta og skreytinga dvaldi einn vetur á Hallormsstað og þá varð til þessi yndislestur, sem lýsir vel upplifun fólks í skóginum við Fljótið, þar sem náttúran umvefur okkur á alla vegu. Í bókinni er tengill inn á tónlist Charles Ross. Einstök upplifun fyrir börn og fullorðna að njóta samtímis ljóða og náttúruhljóða þessa heillandi staðar. 41 bls. Bókstafur SVK Hjartað varð eftir Höf: Ása Þorsteinsdóttir Hér birtist fyrsta bók höfundar sem ólst upp á Unaósi í Hjaltastaðaþinghá og tengdist náttúrunni þar sterkum böndum. Hún ákvað ung að verða skáld, hefur verið að yrkja frá sex ára aldri. Hún hefur staðið með vinkonum sínum fyrir upplestrarkvöldum og ritlistarvinnustofum síðustu vetur. Áður hefur hún birt ljóð í Bók sem allir myndu lesa: Ljóð ungra austfirskra höfunda og Farvötn. 53 bls. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi KIL Ef ég hugsa Höf: Jónas Gunnar Einarsson Ef ég hugsa er þriðja ljóðabókin sem út kemur eftir Jónas Gunnar Einarsson, áður hafa komið út Samhengið í tilverunni (2004) og Ljóð og kaffihús (2019) 92 bls. Vinja bókaútgáfa SVK Eignatal Höf: Francesca Cricelli Þýð: Pedro Gunnlaugur Garcia Francesca er brasilískt skáld, þýðandi og fræðimaður. Hún hefur sent frá sér fjórar ljóðabækur og hér birtist sú nýjasta frá 2024. Francesca hefur um árabil búið á Íslandi og ljóðin bera þess merki. Þau eru fjölbreytt og forvitnileg, einlæg og margslungin í senn. 79 bls. Dimma SVK Félagsland Höf: Vala Hauks Fyrsta ljóðabók Völu Hauks sem hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör árið 2024. Rauður þráður í bókinni eru félagsheimili landsins fyrr og nú, hlutverk þeirra, andblær og ásýnd. Vala yrkir beinskeytt ljóð um lífið í landinu, samfélag og menningu, litbrigði náttúrunnar og hugans, strjála byggð og samvistir við aðra, með léttleika og óvanalega sýn í farteskinu. 66 bls. Forlagið - Mál og menning SVK Fimm ljóð Höf: Eiríkur Örn Norðdahl Fimm ljóð úr smiðju verðlaunahöfundarins, Ísfirðingsins og Nýhil-skáldsins Eiríks Arnar Norðdahl. Hér tekst hann á við nærumhverfi sitt síðustu fjörutíu ár; borgir og náttúru, sjoppur og pylsur, föðurhlutverkið og tímann. 80 bls. Forlagið - Mál og menning IB Flugur og fleiri verk Höf: Jón Thoroddsen Ritstj: Guðmundur Andri Thorsson Ljóðbókin Flugur eftir Jón Thoroddsen kom út árið 1922. Mun hún vera fyrsta bókin á Íslandi sem eingöngu hafði að geyma prósaljóð. Hún er endurútgefin í tilefni af hundrað ára ártíð höfundar. Í þessa útgáfu hefur auk þess verið safnað öðrum ljóðum og textum Jóns. Guðmundur Andri Thorsson ritar eftirmála. 156 bls. Ugla B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 GOR Gormabók  HSP Harðspjalda bók  HLB Hljóðbók  IB Innbundin bók  KIL Kilja  RAF Rafbók  G Sveigjanleg kápa  TÍM Tímarit  LKO Landakort52 Ljóð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Bókatíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.