Bókatíðindi - nov. 2025, Síða 54

Bókatíðindi - nov. 2025, Síða 54
KIL Mara kemur í heimsókn Höf: Natasha S. Hér er lýst heimkomu til Rússlands eftir langa fjarveru, en um leið á sér stað uppgjör við pólitískt og menningarlegt ástand. Natasha S. er íslenskur rithöfundur af rússneskum uppruna sem hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir ljóð sín og greinar. Fyrsta bók hennar, Máltaka á stríðstímum, færði henni Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. 50 bls. Benedikt bókaútgáfa IB Myndarleg ljóð Höf: Bjarki Bjarnason Í þessari bók teflir höfundur fram ljósmyndum sínum og ljóðum svo úr verður firnasterk heild. Flestar ljósmyndirnar eru teknar í íslenskri náttúru og heimspekilegur undirtónninn í ljóðunum er í senn persónulegur og sammannlegur. Bjarki hefur stundað ritstörf um áratuga skeið og fæst jöfnum höndum við skáldskap og sagnfræði. 112 bls. Bókaútgáfan Sæmundur SVK Nautnir Höf: Mario Bellatin Þýð: Birta Ósmann Þórhallsdóttir Nautnir er kröftugur og stingandi bálkur þar sem hráblautur og gelaður raunveruleiki og yfirgengileg þráhyggja fyrir hreinleika renna saman á súrrealískan hátt í heimi þar sem hinir dauðu ráða ríkjum og ungur heimspekingur þráir að eignast heilagan hund. 95 bls. Skriða bókaútgáfa IB Nokkur orð um notagildi lífsins og áður óþekkt ljóð Höf: Sigmundur Ernir Rúnarsson Áleitin ljóðabók eftir eitt af okkar helstu skáldum. 94 bls. Veröld KIL Og óvænt munu hænur hrossum verpa Höf: Gunnar J. Straumland Hér finnur lesandinn kvæði ort undir fjölbreyttum háttum, s.s. sonnettur, dróttkvæði, limrur, ferskeytlur og kvæði ort undir fjölda annarra afbrigða háttbundins kveðskapar. Hálfkæringur, bjartsýni, tregi, hæðni, lífsgleði, aulahúmor, svartsýni, ást, rómantík, efi, ádeila, upphafning og íhygli spretta hér á stuðlanna þrískiptu grein. 120 bls. Bókaútgáfan Sæmundur IB Lífið er undantekning Höf: Sigurlín Bjarney Gísladóttir Lífið er undantekning er níunda bók Sigurlínar Bjarneyjar. Fjölbreytt ljóðabók í efni og formi eftir eitt af okkar athyglisverðustu skáldum, sem síðast sendi frá sér nóvelluna Sólrúnu (2022) sem vakti mikla athygli. 64 bls. Bjartur IB Ljóðasafn Höf: Guðrún Hannesdóttir Djúpur og kjartnyrtur skáldskapur, stílbrögðin áhrifamikil, tungutakið meitlað og myndmálið ríkulegt. Yrkisefnin spegla næmi fyrir því óræða og f íngerða, en líka skoplegum hliðum tilverunnar og ekki síður því sem miður fer í torræðum og ögrandi samtíma. Safnið hefur að geyma allar tíu ljóðabækur Guðrúnar frá 2007-2024. 543 bls. Dimma SVK Ljóðasafn II 1989-1992 Höf: Gyrðir Elíasson Þrjár bækur sem hafa verið ófáanlegar um áratugaskeið en eru nú saman komnar í einu lagi í þessari vönduðu heildarútgáfu á verkum skáldsins. Hér birtast Tvö tungl (1989), Vetraráform um sumarferðalag (1991) og Mold í Skuggadal (1992). Ómissandi verk í safn allra bókaunnenda. 286 bls. Dimma SVK Ljóðasafn III 1996-2003 Höf: Gyrðir Elíasson Þrjár einstakar ljóðabækur sem hafa verið ófáanlegar um langt árabil: Indíánasumar (1996), Hugarfjallið (1999) og Tvífundnaland (2003). Það er mikill fengur að þessari nýju útgáfu sem er hluti af heildarsafni verka skáldsins. Ómissandi í safn allra bókaunnenda. 256 bls. Dimma IB Austfirsk ljóðskáld Ljóð mitt og lag Höf: Hreinn Halldórsson Höfundur ólst upp á Hrófbergi við Steingrímsfjörð en flutti til Egilsstaða 1982. Vísna- og ljóðagerð hefur fylgt honum frá unga aldri og tónlistin er einnig ríkur þáttur í lífi hans. Fyrsta bók hans birtist nú lesendum, úrval ljóða hans og söngtexta. Marga þeirra hefur hann gert við eigin lög. Bókin er númer 25 í flokknum Austfirsk ljóðskáld. 104 bls. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 GOR Gormabók  HSP Harðspjalda bók  HLB Hljóðbók  IB Innbundin bók  KIL Kilja  RAF Rafbók  G Sveigjanleg kápa  TÍM Tímarit  LKO Landakort54 Ljóð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókatíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.