Bókatíðindi - nov. 2025, Side 55
KIL
Vetrarmyrkur
Höf: Gunnhildur Þórðardóttir
Hér er ort um æskuna, sárin, móðurhlutverkið,
minnisverðar persónur og náttúruna. Sum
ljóðin eru rómantískar lýsingar á landslagi,
manneskjunni, menningu og hlutum, en einnig
koma við sögu málefni sem brenna á öllum:
jafnrétti, hnattræn hlýnun og femínismi.
44 bls.
Bókaútgáfan Sæmundur
KIL
Við vegg tímans
Höf: Margrét Gísladóttir
Höfundur hefur lengi starfað í heilbrigðiskerfinu
sem geðhjúkrunar- og fjölskyldufræðingur. Meðfram
því hefur hún skrifað ljóð en hugðarefnin hafa verið
áskoranir sem einstaklingurinn stendur frammi
fyrir bæði í nærumhverfi og á heimsvísu. Áður hefur
Margrét sent frá sér ljóðabókina Í birtingu (1991).
76 bls.
Bókaútgáfan Sæmundur
KIL
Yndishrúga
Höf: Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir
Steinunn Arnbjörg fremur ljóð og tónlist.
Tónsmíðar hennar, ljóð og lög, má heyra á
tónleikum, plötum og í útvarpi. Prentuð finnast
ljóð hennar í bókmenntatímaritinu Stínu og
fyrri ljóðabókum. Yndishrúga geymir andardrátt,
eyrnalokka víðs fjarri, ímyndað rifbein.
Hugsanlega býr hún yfir dásemdum.
68 bls.
Bókaútgáfan Sæmundur
KIL
Þegar ég var lítill var ég alltaf hræddur
Höf: Gunnar Randversson
Fimmta ljóðabók Gunnars sem einnig hefur sent
frá sér smásagnasafnið Gulur Volvo. Gunnar
er tónlistarmaður og -kennari og hefur gefið
út tvo geisladiska með eigin tónlist.
48 bls.
Bókaútgáfan Sæmundur
KIL
Þyngsta frumefnið
Höf: Jón Kalman Stefánsson
Einn ástsælasti höfundur þjóðarinnar, Jón
Kalman Stefánsson, sendir frá sér sína fimmtu
ljóðabók. Umfjöllunarefnin eru víðfeðm:
vísindin og guðdómurinn, ferðalög og hið
djöfullega, samtíminn og sorgin; sem er
þyngsta frumefnið ásamt söknuðinum.
128 bls.
Benedikt bókaútgáfa
KIL
Orðabönd
Höf: Brynhildur Auðbjargardóttir, Hrefna
Róbertsdóttir, Hrund Apríl Guðmundsdóttir,
Steinunn Þorsteinsdóttir og Sveinbjörg
Sveinsdóttir
Ritstj: Guðrún Steinþórsdóttir
Dregnar eru upp margræðar myndir úr lífi og
hugarheimi, þar sem orð mynda brú á milli minninga,
drauma og veruleika. Í bókinni fléttast smásögur,
örsögur og ljóð saman í sex bálka: Afturblik, Himnaró,
Svifbrot, Hugarstillu, Sálarsáldur og Ljósför. Fimm
raddir mætast í einum samstilltum hljómi.
110 bls.
Kápurnar
SVK
Postulín
Höf: Sunna Dís Másdóttir
Postulín er áhrifamikil ljóðabók um hamfarir, bæði
þær sem ryðjast fram af slíku offorsi að þær setja
mark sitt á allt samfélagið og þær persónulegu
sem fæstir heyra nokkurn tímann af.
64 bls.
Forlagið - Mál og menning
KIL
Samtímarímur
Höf: Sigurlín Hermannsdóttir, Sigrún Ásta
Haraldsdóttir, Gunnar J. Straumland og Helgi
Zimsen
Ritstj: Ragnar Ingi Aðalsteinsson
Fjórir splunkunýir rímnaflokkar eftir jafnmörg
skáld, ortir samkvæmt fornri hefð. Skáldin glíma
við yrkisefni úr samtímanum, s.s. forsetakosningar,
umferðarmál, laxeldi og gervigreind. Ragnar Ingi
Aðalsteinsson ritstýrir og skrifar inngang.
84 bls.
Bókaútgáfan Sæmundur
KIL
Síðasta sumar lífsins
Höf: Þórdís Dröfn Andrésdóttir
Síðasta sumar lífsins er ljóðsaga sem segir frá
tveimur elskendum sem eru staddir á ónefndri
sólríkri eyju. Bókin hlaut Bókmenntaverðlaun
Tómasar Guðmundssonar árið 2025.
44 bls.
Benedikt bókaútgáfa
SVK
Sjáðu, sjáðu mig. Það er eina leiðin til að
elska mig
Höf: Elísabet Jökulsdóttir
Kona missir rödd og fær hana aftur. Mögnuð ljóðabók
sem hefur verið ófáanleg lengi. Elísabet Jökulsdóttir
er alvöru skáld. Hún horfir fast í augun á lesandanum
og orðar sterkar tilfinningar; ást, heift, gleði og
sorg, af oddhvassri blíðu og lífsþorsta, sýnir náttúru
landsins á síkvikan hátt og lítur aldrei undan.
46 bls.
Forlagið - Mál og menning
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 55GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa TÍM Tímarit LKO Landakort
Ljóð