Bókatíðindi - nov. 2025, Page 56
Listir og ljósmyndir
IB
Aftur - Again
Höf: Einar Falur Ingólfsson og Harpa Þórsdóttir
Myndh: Einar Falur Ingólfsson og Sigfús
Eymundsson
Þýð: Philip Roughton
Einstök ljósmyndabók þar sem Einar Falur fetar í
fótspor Sigfúsar Eymundssonar, með myndatökum
á sama stað og Sigfús en oft frá öðru sjónarhorni.
Þetta samspil fortíðar og nútíðar, listamanna og
landslags, endurspeglar ekki aðeins virðingu fyrir
sögulegri arfleifð heldur undirstrikar hvernig listin
getur skapað tengsl milli tíma og rýmis.
167 bls.
Þjóðminjasafn Íslands
LKO
Fagrakort
Fagra ferðamannakortið af Íslandi
The Beautiful Tourist Map of Iceland
Myndh: Ómar Smári Kristinsson
Umbrot: Nína Ivanova
Smári teiknaði þetta kort með eigin hendi. Á því eru
flestir áfangastaðir ferðafólks sýndir. En líka landið
á milli þeirra. Allt Ísland er fallegt, ekki bara frægu
ferðamannastaðirnir. Sérstakar myndir af öllum
bæjum og þorpum landsins eru á kortinu. Fyrir
börn og fullorðna. Stærð korts: 84 x 119 sentimetrar.
Fáanlegt bæði upprúllað og samanbrotið.
Ómar Smári Kristinsson
IB
Guðmundur Elíasson myndhöggvari
Höf: Aðalsteinn Ingólfsson
Saga einstaks myndlistarmanns sem ruddi
brautir í íslenskri höggmyndalist en hvarf að
mestu úr sviðsljósinu. Verk hans og ljósmyndir af
glötuðum höggmyndum varpa ljósi á óvenjulegan
listamann og tímann sem hann lifði.
180 bls.
Hið íslenska bókmenntafélag
Náttúra, dýralíf
og landshættir
IB
Flóra
Höf: Jón Baldur Hlíðberg
Flóra geymir myndir af flestum tegundum íslenskra
blómplantna og byrkninga, alls um 460. Megináhersla
er lögð á að sýna fegurð plantnanna og sérkenni.
Langflestar myndanna eru gerðar eftir lifandi
eintökum en annars byggt á bestu heimildum og
ýmis einkenni dregin fram. Myndir Jóns Baldurs
eru landskunnar og hafa birst víða erlendis.
480 bls.
Forlagið - Vaka-Helgafell
IB
Húnavatnssýsla: Sýslu- og sóknalýsingar
Ritstj: Jón Torfason og Svavar Sigmundsson
Sögufélag gefur út endurskoðaða útgáfu
sýslu- og sóknalýsinga Húnavatnssýslu,
skráðar 1839 og næstu ár þar á eftir.
392 bls.
Sögufélag
RAF
Jörð, loft og lögur
Jarðfræði – umhverfisfræði – náttúrulæsi
Höf: Jóhann Ísak Pétursson
Gagnvirk vefbók fyrir grunnáfanga í náttúruvísindum
á félags- og hugvísindabraut framhaldsskóla.
Fjallað er um stórt sem smátt í náttúrulegu
umhverfi, jörðina sem hluta af sólkerfinu,
lofthjúpinn, yfirborð jarðar og hafdjúpin.
IÐNÚ útgáfa
IB
Laxá
Lífríki og saga mannlífs og veiða. Veiðistaðalýsingar í
Mývatnssveit og Laxárdal
Ritstj: Jörundur Guðmundsson
Höf: Sigurður Magnússon og Ásgeir Hermann
Steingrímsson
Veiðistaðalýsing fyrir Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal
ásamt þáttum um lífríki, sögu og mannlíf við þessa
merku silungsveiðiá. Frásagnir af merku fólki og
náttúrufari árinnar sem nýtur alþjóðlegrar friðunar.
304 bls.
Veraldarofsi
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa TÍM Tímarit LKO Landakort56
Listir og ljósmyndirNáttúra, dýralíf og landshættir
Listir og ljósmyndir
Náttúra, dýralíf og landshættir
TÍM
Dunce Magazine
Ritstjórn: Sóley Frostadóttir
Dunce er íslenskt tímarit um dans og myndlist
ætlað alþjóðlegum lesendahópi. Í blaðinu eru viðtöl
og greinar eftir listamenn því birt á ensku. Dunce
er veglegur prentgripur sem tvívegis hefur fengið
hönnunarverðlaun FÍT og hlotið tilnefningu til
Grímuverðlaunanna.
98 bls.
Dunce Publishing