Bókatíðindi - nov. 2025, Side 61

Bókatíðindi - nov. 2025, Side 61
SVK Utanveltumaður Saga Frímanns B. Arngrímssonar Höf: Valdimar Gunnarsson Hér er í fyrsta sinn gerð grein fyrir allri ævi og störfum þessa sérkennilega manns, sem vildi rafvæða Ísland. 240 bls. Bókaútgáfan Tindur KIL Sjálfsævisaga Boga Péturssonar Vorblíðu njótum í anda þér hjá Ritstj: Jörundur Guðmundsson Höfundur var landskunnur fyrir störf sín með börnum á sumarbúðunum við Ástjörn, í skátahreyfingunni og kristilegu starfi í heimabyggð hans á Akureyri. Hér lýsir hann starfi sínu fyrir Sjónarhæðarsöfnuðinn og við rekstur sumarbúðanna á Ástjörn, þar sem hundruð barna nutu leiðsagnar og umönnunar hans áratugum saman. 166 bls. Jörundur Guðmundsson IB RAF Þegar mamma mín dó Höf: Sigrún Alba Sigurðardóttir Hér lýsir höfundur þeirri sáru reynslu að fylgja dauðvona móður sinni gegnum veikindi og sitja við hlið hennar við andlátið. Frásögnin er opinská um þær sterku tilfinningar sem togast á þegar dauðinn knýr dyra, en um leið er fjallað um hvernig búið er að fólki sem á skammt eftir ólifað og það álag sem hvílir á aðstandendum við þær aðstæður. 91 bls. Forlagið - Mál og menning IB Þegar múrar falla Höf: Hörður Torfason Þegar múrar falla er einlæg og áhrifamikil frásögn Harðar Torfasonar, listræns aðgerðarsinna sem markað hefur djúp spor í íslenskt samfélag. Hörður var fyrstur Íslendinga til að stíga fram opinberlega sem samkynhneigður maður árið 1975 og mætti fordómum og útskúfun en brást við með hugrekki, sýnileika, listrænu samtali og skipulögðum aðgerðum. 152 bls. Skrudda KIL Örblíða Beðið eftir sjálfum sér Höf: Úlfar Þormóðsson Í Örblíðu leiðir Úlfar Þormóðsson lesandann í undarlegt ferðalag, sprottið upp úr hugleiðingum af ýmsu tagi og leit að manni sem sífellt hverfur. Skyndilega er veruleika sögumanns raskað. Dregið er fram í dagsljósið áratugagamalt mál. Úlfar rifjar upp málavexti og afhjúpar ýmsar fullyrðingar sem varpað hefur verið fram. 112 bls. Ugla KIL Sjö manngerðir sem finna má í bókabúðum Höf: Shaun Bythell Þýð: Snjólaug Bragadóttir Í þessari bók reynir skoski fornbóksalinn Shaun Bythell að átta sig á fólkinu sem ratað hefur í búðina hans á langri bóksalaævi. Heilt yfir finnst honum að viðskiptavinina megi flokka í sjö ólíkar manngerðir. Hnyttnar og snjallar mannlýsingar fornbókasalans gera þessa litlu bók að einstökum skemmtilestri. 123 bls. Ugla IB Skrifað í sand Minningabrot Höf: Karl Sigurbjörnsson Karl Sigurbjörnsson biskup skildi eftir sig handrit að sjálfsævisögu þegar hann lést í febrúar árið 2024. Hér lýsir hann uppvexti sínum og daglegu lífi í Reykjavík um miðja síðustu öld, segir frá litríkum persónum, skólagöngu, áhrifavöldum, prestsárum og fjallar sömuleiðis um erfið mál á biskupsstóli og dregur ekkert undan. 436 bls. Veröld IB Smáblóm í eilífðinni Höf: Benedikt Jóhannesson Hundrað frásagnir af lífi og vangaveltum síðmiðaldra manns. Óttarr Proppé: „Þessi bók jafnast á við bragðbestu bláber. Sæt og skemmtileg. Bætir bæði meltingu og geð lesandans.“ Einar Kárason: „Bókin dregur skemmtilega fram furður hversdagslífsins. Teiknar upp glaðlegu og fyndnu smáblómin sem okkur gæti sést yfir í gráma daganna.“ 160 bls. Útgáfufélagið Heimur IB RAF Stúlka með fálka Skáldævisaga – fullorðinsminningar Höf: Þórunn Valdimarsdóttir Sjálfstætt framhald fyrri bóka þar sem höfundur rekur eigin ættarsögu og ævi. Hér stendur hún á sjötugu og lítur um öxl, sögutíminn frá miðjum níunda tug síðustu aldar til nútímans. Sem fyrr er Þórunn hispurslaus og opinská og hlífir sér hvergi – frásögnin er full af visku og vangaveltum, fyndin og gáskafull en um leið blandin trega og söknuði. 408 bls. Forlagið - JPV útgáfa IB Sögurnar hans Reynis Höf: Reynir Zoëga Reynir (1930-2016) segir frá mörgu skemmtilegu í uppvextinum á Norðfirði. Í stríðinu hélt breski herinn að hann væri þýskur njósnari. Siglingum til Englands á stríðsárunum fylgdu mörg ævintýri. Hann hjólaði hring um Ísland á 55 árum. Þeir sem þekktu Reyni vita að vandfundinn var skemmtilegri maður. Hann sá það kómiska í hversdagsleikanum. 256 bls. Útgáfufélagið Heimur B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 61GOR Gormabók  HSP Harðspjalda bók  HLB Hljóðbók  IB Innbundin bók  KIL Kilja  RAF Rafbók  G Sveigjanleg kápa  TÍM Tímarit  LKO Landakort Ævisögur og endurminningar

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.