Bókatíðindi - Nov 2025, Page 62

Bókatíðindi - Nov 2025, Page 62
KIL Almanak Háskóla Íslands 2026 Höf: Gunnlaugur Björnsson og Páll Jakobsson Í almanaki 2026 er grein um uppruna frumefnanna. Í annarri grein er fjallað um flökkureikistjörnur, en það eru reikistjörnur sem ekki ganga um neina sólstjörnu. Þá er stuttur pistill um dvergreikistjörnur í okkar sólkerfi, en þær eru nú níu talsins. Pistill um almyrkva á sólu 12. ágúst 2026 sem mun sjást um allt landið vestanvert. 96 bls. Háskólaútgáfan SVK Andvari 2025 150. árgangur Ritstj: Ármann Jakobsson Aðalgrein Andvara 2025 er æviágrip Barða Guðmundssonar, þjóðskjalavarðar og alþingismanns, eftir Skafta Ingimarsson. Andvari hefur um áratugaskeið birt rækilegar greinar um látna merkismenn, einkum ef ævisaga viðkomandi hefur ekki verið rituð. Í grein sinni ræðir Skafti bæði störf Barða og fræðirit, m.a. rit hans um Herúla og uppruna Njálu. 253 bls. Háskólaútgáfan SVK Önnur prentun 2025 Ayurveda Listin að halda jafnvægi í óstöðugri veröld. Leiðarvísir um indversku lífsvísindin. Höf: Heiða Björk Sturludóttir Ayurveda lífsvísindin búa yfir mikilli speki um heilsu, lífsstíl og samhljóm alls. Í bókinni er útskýrt hvernig hægt er að læra á tungumál líkamans. Læra hvernig á að bregðast við þegar einkenni gera vart við sig áður en saklaus veikindi þróast yfir í erfiða sjúkdóma. Þessi bók setur þig í bílstjórasætið í eigin heilsu og kennir þér að keyra. 140 bls. Ást og friður SVK Ástarkraftur Undirstöður ástarfræða Ritstj: Berglind Rós Magnúsdóttir og Silja Bára Ómarsdóttir Ástin hefur lengi verið á jaðrinum í akademíunni, líka þegar Anna Guðrún Jónasdóttir setti fram hugtakið ástarkraftur í doktorsritgerð sinni árið 1991. Hér fjalla 17 fræðimenn úr mennta-, hug- og félagsvísindum um ást sem mannlega þörf og iðju en hefur ekki einungis áhrif á stöðu einstaklinga heldur einnig á samfélagsgerð, velferð og jafnrétti. 300 bls. Háskólaútgáfan Fræðirit, frásagnir og handbækur IB Abstraktmálverkið Helgimynd íslenskrar menningar á 20. öld? Höf: Sigurjón Árni Eyjólfsson Í bókinni er gerð óvenjuleg tilraun til að flétta saman guðfræðilegar og listfræðilegar greiningaraðferðir og beita þeim í listsögulegu samhengi. 303 bls. Hið íslenska bókmenntafélag IB Akureyrarveikin Höf: Óskar Þór Halldórsson Faraldur kenndur við Akureyri geisaði þar og víðar 1948-1949 og á Vestfjörðum og í Þistilfirði 1955- 1956. Hér eru birtar átakanlegar lífsreynslusögur og vitnað í heimildir sem varpa nýju ljósi á mál sem lengi lá í þagnargildi. Áhugi vísindafólks beinist nú að Akureyrarveikinni því mikil líkindi eru með henni, ME-sjúkdómnum og eftirköstum COVID-19. 383 bls. Svarfdælasýsl forlag KIL Smárit stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur Al-Andalus Saga múslima á Íberíuskaga Höf: Þórir Jónsson Hraundal Sagan nær yfir níu alda viðveru múslima á Spáni og í Portúgal, frá 711 til 1614. Rakinn er uppgangur veldis þeirra, allt frá orrustum við Vestgota, til blómaskeiðs samfélags múslima á Spáni í borgunum Cordoba og Granada, og brottreksturs þeirra frá Spáni á árunum 1609–1614. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur / Háskólaútgáfan IB Lærdómsrit Bókmenntafélagsins Allt um ástina Höf: bell hooks Þýð: Uggi Jónsson Ástin er í meðförum bell hooks ekki aðeins óræð tilfinning sem kviknar og leikur lausum hala innra með okkur heldur uppspretta gilda sem ráða mannlegum samskiptum. Ástin er persónuleg en hún er líka stórpólitísk. Hún birtist í umhyggju, virðingu, heilindum og helgun og er óhugsandi án virkrar þátttöku og fullrar ábyrgðar. 250 bls. Hið íslenska bókmenntafélag B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 GOR Gormabók  HSP Harðspjalda bók  HLB Hljóðbók  IB Innbundin bók  KIL Kilja  RAF Rafbók  G Sveigjanleg kápa  TÍM Tímarit  LKO Landakort62 Fræðirit, frásagnir og handbækur   Fræðirit, frásagnir og handbækur IB Barist fyrir veik hross Frásögn úr grasrótinni Höf: Ragnheiður Jóna Þorgrímsdóttir Nærri álveri í Hvalfirði mælast fjórföld flúorgildi í beinum hrossa miðað við hross af ómenguðum svæðum. Foreldrar höfundar bjuggu á Kúludalsá í Hvalfirði í hálfa öld með heilbrigðan bústofn. Eftir mengunarslys í álverinu á Grundatanga sumarið 2006 tóku hross höfundar á landareigninni að veikjast og veikindin urðu viðvarandi. Eftirlitsstofnanir komu hrossunum ekki til hjálpar. 288 bls. Námshestar

x

Bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.