Bókatíðindi - nóv. 2025, Blaðsíða 63

Bókatíðindi - nóv. 2025, Blaðsíða 63
IB Fjölbraut í 50 ár Saga Fjölbrautaskólans í Breiðholti 1975–2025 Höf: Andri Þorvarðarson Fjölbrautaskólinn í Breiðholti markaði tímamót í íslenskri skóla- og menntasögu, upphaf hans einkenndist af stórum draumum og fögrum fyrirheitum en líka erfiðleikum og átökum. Sjónum er beint að námi, kennslu og starfsfólki en ekki síst litríkum og afar fjölbreyttum nemendahópi sem hefur alla tíð sett mark sitt á skólabraginn í 50 ára sögu FB. 317 bls. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti IB Foldarskart Blómplöntur á Íslandi Höf: Helgi Hallgrímsson Hér er fjallað um íslenskar blómplöntur í máli og myndum, að undanskildum grasleitum plöntum, sem hafa óveruleg blóm. Lýst er um 300 tegundum, sem hér hafa vaxið frá alda öðli, og rakin saga þeirra, þ.e. nýting, nöfn o.fl. Auk þess er getið um 240 tegunda sem hafa numið hér land á síðustu einni og hálfri öld, eða hafa verið hér lengi í ræktun. 687 bls. Skrudda IB Fólkið í vitanum Gleði og sorgir í Hornbjargsvita Höf: Reynir Traustason Harmþrungnar, glaðbeittar og sumpart ævintýralega fjarstæðukenndar frásagnir af fólki sem átti það sameiginlegt að velja sér búsetu á einum afskekktasta og harðbýlasta stað landsins. Fólkið í vitanum er samfelld saga vitavarða og fjölskyldna þeirra í Hornbjargsvita í 65 ár. Brjóstamjólk út í kaffið. Kýrin sem þjáðist af heimþrá og músafárið. 286 bls. Góður punktur IB Berklar á Íslandi Höf: Erla Dóris Halldórsdóttir Hér er fjallað um einn lífshættulegasta smitsjúkdóm sem gengið hefur á Íslandi og nær sagan fram til ársins 1950. Þá fór bæði að draga úr smitum og dauðsföllum af völdum veikinnar. Berklaveiki var mikið mein í íslensku samfélagi í byrjun tuttugustu aldar og var dánartala berklasjúklinga á Íslandi ein sú hæsta í Evrópu. Bókaútgáfan Hólar IB Drífa Viðar Málari, rithöfundur, gagnrýnandi, baráttukona Ritstj: Auður Aðalsteinsdóttir, Elísabet Gunnarsdóttir og Kristín Guðrún Jónsdóttir Myndh: Drífa Viðar Drífa Viðar (1920-1971) var myndlistarmaður, rithöfundur og gagnrýnandi og tók þátt í stjórnmálaumræðu síns tíma. Eftir hana liggja fjölmörg verk af ýmsum toga. Í bókinni eru greinar sem gefa innsýn í ævistarf hennar, um 100 myndverk sem sum hafa aldrei komið fyrir augu almennings áður, brot úr bréfum og ýmiss fróðleikur um ævi Drífu og störf. 338 bls. Ástríki útgáfa KIL Eat frozen shit! How to curse, swear and talk trash in Icelandic Höf: Brynja Hjálmsdóttir Myndh: Elín Elísabet Einarsdóttir Frasabók með blótsyrðum fyrir fólk af erlendum uppruna sem vill læra að tala kjarnyrta íslensku. Þessi handbók er uppfull af dónalegum blótsyrðum, fyndnum klúryrðum, töff slangri, minna töff slangri, helling af óþarfa upplýsingum og heilmörgum hljóðdæmum. 147 bls. Benedikt bókaútgáfa IB Eyrarbakki - Byggð í mótun Horfin hús 1878–1960 Höf: Inga Lára Baldvinsdóttir og Magnús Karel Hannesson Í bókinni er varpað ljósi á þróun þéttbýlis á Eyrarbakka á tímabilinu 1878–1960 en ætla má að um 300 hús hafi staðið um lengri eða skemmri tíma á Bakkanum á því árabili en aðeins um 120 þeirra standa enn. 292 bls. Laugabúð IB Útkall Ég er á lífi Höf: Óttar Sveinsson Í janúar 2012 berst Eiríkur Jóhannsson klukkustundum saman fyrir lífi sínu einn í hamfarasjó í Noregshafinu. Hér er einnig greint frá því sem aldrei hefur komið fram áður að áhafnir tveggja björgunarþyrlna lenda í aðstæðum sem eiga sér enga hliðstæðu - litlu munar að þær komist ekki aftur heim til Noregs. 192 bls. Útkall B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 63GOR Gormabók  HSP Harðspjalda bók  HLB Hljóðbók  IB Innbundin bók  KIL Kilja  RAF Rafbók  G Sveigjanleg kápa  TÍM Tímarit  LKO Landakort Fræðirit, frásagnir og handbækur Einbeiting og minni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.