Bókatíðindi - Nov 2025, Page 65

Bókatíðindi - Nov 2025, Page 65
KIL Kosningafræðarinn Kjördæmaskipan og aðferðir við úthlutun sæta Höf: Þorkell Helgason og Jón Kristinn Einarsson Kosningafræðarinn veitir heildaryfirlit yfir aðferðir við úthlutun sæta að loknum kosningum, svo sem í sveitarstjórnum eða á þjóðþingum en einnig í persónukjöri. Jafnframt er fjallað um ýmiss konar fyrirkomulag kjördæmaskipanar. 450 bls. Hið íslenska bókmenntafélag KIL Krafturinn í Núinu – Minnisbók Með spakmælum Höf: Eckhart Tolle Þýð: Helgi Ingólfsson Þessi litla bók býður upp á dásamlegt tækifæri til að ígrunda sumar af djúpvitrustu setningunum í hinni einstöku bók Eckharts Tolle, Kraftinum í Núinu, og skrifa við þær þínar eigin hugleiðingar og vangaveltur. Persónuleg minnisbók með spakmælum eftir föður núvitundarinnar. 96 bls. Ugla KIL Kvíðakynslóðin Höf: Jonathan Haidt Þýð: Hafsteinn Thorarensen Geðheilsa barna og unglinga hefur versnað svo um munar. Tíðni þunglyndis, kvíða, sjálfsskaða og sjálfsvíga hefur aukist verulega á síðustu árum og í sumum tilvikum er um tvöföldun að ræða. Hvað veldur þessari þróun? Hér leitar félagssálfræðingurinn Jonathan Haidt að ástæðunum á bakvið aukninguna. Djúpvitur, mikilvæg og heillandi metsölubók. 416 bls. Salka KIL Hug/renningar Um ljóð og frásagnir fyrr og nú Höf: Bergljót Soffía Kristjánsdóttir Úrval greina frá ríflega 30 ára tímabili. Viðfangsefnin eru frá öllum helstu skeiðum íslenskrar bókmenntasögu og þriðjungur efnisins ýmist nýr eða hefur komið fyrir augu fæstra hérlendis. Meðal greina er ein um fagurfræði þýska skáldsins Jeans Paul og húmor Benedikts Gröndal og önnur um Laxdælu. 636 bls. Bókaútgáfan Sæmundur SVK Hve aumir og blindir þeir eru Dionysius Piper á Íslandi 1740–1743 Ritstj: Sumarliði R. Ísleifsson Þýð: Gunnar Kristjánsson Höf: Joanna Kodzik, Sumarliði R. Ísleifsson og Gunnar Kristjánsson „Hinn 2. júlí var presturinn hér við altarisgöngu, en svo drukkinn var hann, að ömurlegt var á að horfa“. Þannig lýsti herrnhútatrúboðinn Dionysius Piper kynnum af íslenskum presti. Bréf Pipers og önnur gögn, tengd veru hans á Íslandi, birtast í þessari bók, auk inngangstexta. 148 bls. Háskólaútgáfan IB Höfundur verður til Frá Guðmundi Magnússyni til Jóns Trausta Ritstj: Ásta Kristín Benediktsdóttir og Guðrún Nordal Í þessari bók fjalla átta fræðimenn og rithöfundar um fjölbreytt höfundarverk Guðmundar Magnússonar, ljóð, leikrit, skáldsögur og ritgerðir og varpa ljósi á uppruna hans, umhverfi og æviferil. 250 bls. Hið íslenska bókmenntafélag KIL RAF Í sama strauminn Stríð Pútíns gegn konum Höf: Sofi Oksanen Þýð: Erla Elíasdóttir Völudóttir Í þessari beittu ritgerð fjallar Oksanen um kynferðisofbeldi sem helsta vopn rússneskrar heimsvaldastefnu undir stjórn Pútíns. Hún vísar í sína eigin fjölskyldusögu þegar hún greinir frá og fordæmir það kerfisbundna ofbeldi sem rússneski herinn hefur áratugum saman beitt andstæðinga sína og nágrannaþjóðir. Ekki vera skeytingarlaus, ekki líta undan. 280 bls. Forlagið - Mál og menning IB Jeppar í lífi þjóðar Höf: Örn Sigurðsson Jeppar í lífi þjóðar bregður lifandi ljósi á þennan merkilega en lítt kannaða kafla íslenskrar samgöngusögu í máli en þó aðallega 600 einstæðum ljósmyndum sem koma nú margar fyrir almannasjónir í fyrsta sinn. Þetta er ómissandi bók fyrir bílaáhugamanninn og raunar alla þá sem unna ferðum um úfið landið. 280 bls. Forlagið - Mál og menning B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 65GOR Gormabók  HSP Harðspjalda bók  HLB Hljóðbók  IB Innbundin bók  KIL Kilja  RAF Rafbók  G Sveigjanleg kápa  TÍM Tímarit  LKO Landakort Fræðirit, frásagnir og handbækur Lestur styrkir jákvæða sjálfs- mynd ogskerpir gagnrýna hugsun. Sálarþroski.

x

Bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.