Lögfræðingur - 01.01.1897, Síða 40
40
Páll Briem.
boði með árgjaldskvöðum. Kaupandi átti fyrst og fremst
að borga ævarandi árgjald (jarðargjald), sem samsvaraði
afgjaldi jarðarinnar. En nú var gjört ráð fyrir að jörð-
in færi fyrir meira verð á uppboðinu. Af þessu kaupverði
jarðarinnar átti kaupandi að borga út á nokkrum árum
tvo þriðju bluta, en í staðinn fyrir einn þriðja hluta kaup-
verðsins átti kaupandi að borga ævarandi árgjald (korn-
gjald), sem samsvaraði lagavöxtum (4%) aí þessum kaup-
verðsþriðjungi. þessi árgjöld áttu að greiðast eptir korn-
verði í hvers árs verðlagsskrá.
Menn álitu að kornið væri miklu rjettari og staðbetri
verðmælir, heldur en peningarnir, og þess vegna var á-
kveðið á stórþingi Norðmanna með meiri hlut atkvæða,
að menn skyldu ekki geta keypt af sjer árgjöldin, heldur
skyldu þau hvíla á jörðinni um aldur og æfi. Samt sem
áður leið eigi á löngu, þangað til skoðanir manna breytt-
ust. Kornverðið fór í heild sinni lækkandi, og því bötn-
uðu kostir kaupendanna, þannig að árgjald þeirra fór
lækkandi, og ennfremur bötnuðu kostir þeirra við það,
að jarðirnar hækkuðu í verði, þrátt fyrir verðfallið á korn-
inu. En samt sem áður voru kaupendur óánægðir. peiin
þótti verðlagsskrárverðið ekki rjettur mælir ogþar aðauki
óstöðugt. fess vegna leið eigi á löngu, þangað til þess-
um fyrirmælum laganna var breytt. Fyrst og fremst var
ákveðið í lögum 5. ágúst 1848, að eigi skyldi framar setja
neitt árgjald, hvorki jarðargjald eða korngjald, áþjóðjarðir,
er seldar yrðu, og ennfremur var ákveðið, að menn skyldu
geta losast við jarðargjaldið, með því að greiða 25falda upp-
hæð þess eptir meðaltali verðlagsskrárverðsins, 10 ár næst
á undan borgunarárinu. Korngjaldið mátti einnig losna
við, með því að greiða hina upprunalegu upphæð, 4/s kaup-