Lögfræðingur - 01.01.1897, Side 41
Erfðaabúð, sjálfsábúð og leiguábúð.
41
verðsins. Með lögum 24. sept. 1851 voru settar sams-
konar reglur um kirkjujarðir og jarðir almannastofnana,
nema hvað j.arðargjaldið átti að innleysa með 27faldri
upphæð þess. Sjá einnig lög 21. marz 1860, 27. apr.
1871, 17. apr, 1880 og 17. maí 1890»).
A Prússlandi hefur nýlega verið gjörð tilraun til,
að selja jarðir með árgjaldskvöðum, sem hefurvakið mjög
mikla eptirtekt í öðrum löndum. í austurhluta Prúss-
lands er ábúðarhagur manna talsvert ólíkur ábúðarhag
manna í öðrum löndum. Á fyrri öldum gjörðu aðalsmenn
bændurna því nær ánauðuga með allskonar vinnukvöðum
og álögum. Um miðja öldina voru bændur leystir lir
þessari ánauð. Með lögum 2. marz 1850 var ákveðið,
að allar kvaðir á jörðum skyldu vera innleysanlegar með
25faldri upphæð þeirra, og til þess að hjálpa bændum,
voru stofnaðir í hverju fylki hinir svo nefndu árgjalds-
bankar (Kentenbanken), sem borguðu út kvaðirnar, gegn
því að bændur borguðu árlega vexti og afborganir til bank-
ans. En þegar átti að meta verðið fyrir kvaðirnar, fór
ver en skyldi, því að verðið var sett svo hátt, að bændur
gátu eigi staðist það. Bændurnir liafa of litlar jarðir og
of miklar skuldir, en aðalsmennirnir hafa of stórar jarðir
en skuldirnar eru að tiltölu lítið minni, svo að heita má
að búnaðarhagur manna í austurhluta Prússlands sje í
versta lagi.
Til þess að bæta úr þessu, þurfti að fá peninga, þá
mátti kaupa jarðir aðalsmanna, sem lágu í órækt, og veita
bændum betri kjör; þegar aðalsmennirnir fengu peningana,
gátu þeir ræktað betur það, sem þeir áttu eptir, og þegar
1) Statsökonom. Tidslcrift. Kristiania. 1896. bls. 108—109. Nord.
Retsenc. V. bls. 446.