Lögfræðingur - 01.01.1897, Síða 75
Handbók fyrir hreppsnefndarmenn.
75
sá, sem fengið liefur leyfisbrjef til að vera myndugur, kosn-
ingarrjett.
d. Að hafa fast aðsetur er sama sem að vera löglega
heimilisfastur í hreppnum; »síðasta árið«, endatakmörk
þess er kosningardagurinn. |»egar því kjörstjórnin býr
undir kosningarskrána, og þeir menn eru í hreppnum, sem
að vísu ekki uppfylla þá þetta skilyrði, en fyrirsjsáanlegt
er að þeir muni hafa verið heimilisfastir eitt ár í hreppn-
um, þá er kosning fer fram, þá ber að setja þá á auka-
skrá, og hafa þeir þá kosningarrjett, ef skilyrðið er fyrir
hendi kosningardaginn, að öðrum kosti ekki. |>etta gildir
einnig um þann, sem verður 25 ára á kosningartímabil-
inu, en er það eigi, þá er kjörskráin er samin. þ»ó þarf
hinn búandi maður að hafa goldið til hreppsins þarfa-
Upphæð gjaldsins er eigi neitt fastákveðin, og er því nóg,
að hann hafi lagt eitthvað til hans þarfa, annaðhvort tí-
undir eða aukaútsvör, en aptur á móti er það eigi nóg,
að hann hafi goldið sekt, hvort heldur er eptir dómi, úr-
skurði eða sátt eða helgidagahlut. Hafi hann aptur á
móti gefið eitthvað til lireppsins, t. a. m. af því að hann
álítur, að sjer hafi rangiega verið sleppt af útsvarsskrá,
þá virðist hann eiga að hafa kosningarrjett; þó er það vafa-
samt, en virðist eigi beinlínis stríða á móti orðanna hljóðan.
Enda þótt þessi skilyrði sjeu fyrir hendi, eru þó viss
atriði, sem geta svipt manninn kosningarrjetti.
þ>essi atriði eru:
1. Að mannorð kjósandans er eigi óflekkað. Hvað út-
heimtist til, að maðurinn hafi óflekkað mannorð, er eigi
nánar tiltekið í sv. stj. tilsk., og verður því að ætla, að
hún haldi sjer til þess, er önnur lög ákveða í þessu efni,
Spurningin verður því, hvort til sjeu nokkur lög, erskýrt