Lögfræðingur - 01.01.1897, Síða 94
94
Klemens Jönsson.
\irinn frá hreppstjórunum, eins og fyr er frá sagt, Hjer
Yerður eigi gengið inn á málefni þetta til hlýtar, svo sem
um sveitfesti þurfalinga og framfærsluskyldu ættmanna,
heldur visast i þessu efni til ritgjörðar eptir sjera Arnljót
Ólaihson í Andvara 1888, en þ<5 verður að nota þá rit-
gjorð með mikilli varúð. Hjer verður einungis drepið á
það, hvernig hreppsnefnd eigi að veita sveitarstyrk þannig,
að löglegur sje.
J>egar einhver verður þurfandi sveitarstyrks, þá er
lireppsnefndin skyld að veita hann, en »þurfandi« álítast
eptir 5. gr. i íatækrareglugjörð 8. jan. 1834 »einungis þeir
að vera, sem eigi með sjálfs síns styrk, á löglegan hátt
geta útvegað sjer nauðsynlegt viðurværi, og þannig án
annara hjálpar hljóta að sakna þess, sem til fæðslu, fatn-
aðar, húsnæðis, lilýinda og lijúkrunar í sjúkdómstilfellum
er ómissanlegt fyrir viðurhald lífs og heilsu«. Orsakist þetta
af leti, eyðslu eða líkum löstum á hreppsnefndin ásamt
sóknarprestinum að reyna að koma þessu í lag, þannig að
þeir þuríi eigi styrks framar við eða sem sjaldnast. f>etta
er enn þá aðalreglan, en af því að í þessu efni geta mörg
atriði aðborið, þá verður hjer að greina þau í sundur og
tala um þau hvort í sínu lagi.
1. Fólk sem er sveitlægt í hreppnum sjálfum, verður
aptur að greinast í a) hvort það er húsfaðir eða sá sem
hefur fyrir lieimili að sjá eða h) einhleypar persónur.
Til a. J>að kemur þráfaldiega fyrir, að »familía« verður
bjargþrota, og að húsfaðirinn rerður að snúa sjer til fá-
tækrastjórnarinnar umstyrk; þegar svo er, verður fátækra-
stjórnin vandlega að yfirvega ástæðuna til þessa; sjo það
eins og opt á sjer stað í sjávarsveitum, aflalevsi og bágt
úrferði, svo að cnga vinnu er að fá, jiá verður sveitar-