Lögfræðingur - 01.01.1897, Blaðsíða 119
Fjenaðartíund.
119
vildi fá ákvæði um þessar ær í tíundarlögunum, en nefnd-
in og meiri Hlutinn vildi eigi sarnþykkja það, og fyrir því
eru tíundarlögin að þessu leyti með sama marki brennd,
eins og mörg af hinum nýrri lögum, að vera ábótavant.
I>að er eigi ástæða til að rannsaka, undir hvern flokkinn
af ánum ætti að telja þessar ær eptir tíundarlögunum, eða
hvort ættiað fella þær alveg úr tíund eptir þessum lög-
um, því að það verður að álíta, að tilskipun 17. júlí 1782
standi enn í fullu gildi að þessu leyti.
[>essar ær eru ekki undan þegnar tíund eptir lögum
12. júlí 1878, og tilskipun 17. júlí 1782 er heldur eigi
felld úr gildi með tíundarlögunum. í tilskipuninni er á-
kveðið, að 6 ær mylkar skuli teljast 1 hundrað til tíund-
ar, og leiðir af þessu að allar ær, sem eru mylkar í far-
dögum en eigi leigufærar, eiga að teljast til tíundaralveg
eins og leigufærar ær, ef þær eigi eru lambsgotur.
Um hinn sauðfjenaðinn þarf eigiað fjölyrða. Geml-
ingar eru allar veturgamlar sauðkindur, hvort sem þær
eru geldingar, hrútar eða gimbrar með lambi, og á að
leggja 24 í eitt hundrað, hvernig sem þeir eru; 12 sauði
tvævetra og geldar ær á að leggja í eitt hundrað og sömu-
leiðis 10 sauði þrevetra eða eldri. Um geldu ærnar hef-
ur áður verið talað, og sauðireru eigi að eins geldingar,
heldur og hrútar, eins og sjest af Vatnsdælu (14. kap.),
þegar Ingimundur gamli var í landaleit í Hrútafirði, en
þar segir svo: »þá hlupu úr fjafli at þeim tveir sauðir;
þat voru hrútar.« [>að er engin meiri ástæða til þess að
fella hrúta úr tíund, heldur en naut, og þarf því eigi að
orðlengja frekar um þetta.
Hross á að leggja þannig í tíund, að 3 hestar eða