Lögfræðingur - 01.01.1897, Page 135
Löggjöf um áfengi.
135
slíkar veitingar ólöglegar á hverjum tíma dags sem er,
þessa daga til miðnættis. Brot gegn þessu varðar sektum
frá 6G aura til 20 kr. í fyrsta skipti, frá 2 kr. til 40 kr.
í annað skipti og frá 10—80 kr. í þriðja skipti. þar að
auki skulu gestgjafar, auk sektarinnar, gjalda jafnmikið
fje, sem þeir hafa ábatast við lagabrotið, og þegar þeir brjóta
í þriðja skipti, skulu þeir einnig missa veitingaleyfi sitt ‘J.
Skuldir fyrir áfenga drykki, sem námsmenn í skólum
undir umsjón stjórnarinnar komast í, eru rjettlausar (8. gr.J.
Brennivínsbrennsla (o: tilbnningur brennivíns)
er með öllu bönnuð hjer á landi með tilskipun 17. nóv.
1786, 10. gr.1 2).
Lögreglusamþykktir kaupstaðanna hafa lítils
háttar ákvæði um drukkna menn.
í lögreglusamþykkt Reykjavíkur 5. nóv. 1890 (Stj.
tíð. 1890. B. bls. 169) er svo ákveðið, að þeir skuli
sæta sektum, sem finnast ósjálfbjarga fyrir drykkjuskap á
götu, svæði eða torgi, eða annars staðar á eða við al-
mannafæri (7. gr.).
í lögreglusamþykkt Akureyrar 28. mars 1891 (Stj.
tíð. 1891. B. bls. 45) eru ákvæðin nokkuð fyllri. En þar
segir svo: »Ef menn finnast ósjálfbjarga fyrir drykkju-
skap á götu eða svæði eða annars staðar á eða við almanna-
færi, skulu þeir sæta sektum eptir samþykkt þessari. pá
1) Tilskipuu 28. mars 1855 um sunnu- og helgidagahald á ís-
landi, 4. og 10. gr., sbr. opið brjef 26. sept. 1860, Stj. tíð.
1884. B. bls. 170 og Landsyfirrjettardómar og hæstarjettar-
dómar. II. Rvík. 1886. bls. 95—96.
2) Með lögum 30. mars 1892 er bannað að búa til á Færeyjum
alls konar vín, brennivín, vínanda og áfenga drykki að und-
anteknu öli, sem eigi er staðjastað (iivítu öli).