Lögfræðingur - 01.01.1897, Síða 148
148
Yfirlit yfir löggjöf í útlöndum.
vinnn, en hins vegar fellur liegning niður, þó að eigi sjeu
færðar sannanir fyrir áburðinum, ef ærumeiðingin er eigi
borin fram með ótilhlýðilegum orðum, eigi borin fram gegn
hetri vitund, og ástæður voru til að álíta, að áburðurinn
væri sannur.
7) Lög 29. mars 1890 takmarka rjettinn, til að
gjöra fjárnám í eigum manna. Meðal annars er ákveðið,
að skuldunautur geti krafist, að eigi sje gjört fjárnám í
nokkrum af eigum lians. pannig eru undanskilin fjárnámi
eptir kröfu: a) íveruföt, rtím og sængurföt, eldhúsgögn
og aðrir búshlutir, sem eptir atvikum verður að álíta, að
skuldunautur og fólk lians megi ekki án vera. b) Mat-
vörur og eldiviður, sem nauðsynlegt er fyrir skuldunaut
og fólk hans í 4 vikur. c) Ein kýr eða tvö svín eða fjórar
kindur eða geitur eptir vali skuldunauts, ef þessar skepn-
ur má telja nauðsynlegar lionum og fólki hans til viður-
iífis, svo og fóður fyrir skepnurnar um 12 vikur, eða ef
skepnurnar eru teknar á vetrargjöf, jiá fóður til vors. d)
Verkfæri eða önnur tæki eða efni, sem telja má nauðsyn-
leg til að leysa af hendi þau störf, er skuldunautur lifir
af, þó svo að verð þeirra fari eigi fram úr 200 kr. e)
Bækur, sem skuldunautar og fólk hans þarf í skóla, kirkju
eða við húslestur.
8) Lög 27. júní 1891 um utanþjóðkirkjumenn veita
Jiessum mönnum töluverða rjettarbót frá því, sem áður
var í Norvegi. þ»au gilda að eins um kristna utanþjóð-
kirkjumenn.
9) Lög 23. apr. 1892 um Norvegsbanka. í lögum
þessum er meðal annars ákveðið, að þegar fán gegn veði
í fasteign er eigi greitt á ákveðnum tíma, þá megi bank-
inn með G vikna fyrirvara í auglýsingablaði landsins láta