Freyja - 01.12.1904, Side 1

Freyja - 01.12.1904, Side 1
|iu komiö þiö, jólin mín, gleöjandi’ og góö ® með gullanna og kertanna’ safn, og því vil ég syngja’ ykkur svo lítið ljóð þó sálma ei beri það nafn. Að vísy—sem flestum—er Kristur mér kœr, —hann kvað vera landsdrottinn minn, en seint hann frá landseta leiguna fær, því lítinn ég trú-sjóðinn finn. Þið voruð mér skínandi skjaldbaka, jól, úr skamindegishafinu veidd, því skelin hin gljá-fagra skein eins og sól frá skrúðdölum ljósheima seydd. Og fisksins—þess nýnœmis—neytti ég vel og nægtirnar krýndu þann dag. En nú hafa tröll burtu tekið þá skel og týnt er mér borðsöngva lag. Mér enn er þó fiskurinn borinn á borð, en bragðið er verra en fyr, því löngun er horfin að lesa þau orð, sem lystinni opnuðu dyr. Nú daglegur bragur er dottinn á jól, því dagana jafna vor ár. En glitmynd af jólunum œska mín ól, sem alltaf á huglöndum gljár.

x

Freyja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.