Freyja - 01.12.1904, Blaðsíða 10

Freyja - 01.12.1904, Blaðsíða 10
122. FREYJA VII. 5 Því bróöernis-bönd okkar sögu hann bundu viö gervalla þjóö, og tungumál vóru’ honum tengdir, og táknuöu samerfða-blóö, þaö œttarmark var honum auð-þekkt á allt sem hans kynflokkur dróg— svo grynnti’ ’ann þann fjörð milli frænda sem fávísi’ og þjóðhroki gróf. Hann mat ekki miljónir einar— hann miðaði auölegð hjá þjóð við landeign í hugsjóna-heimi og hlut-tak í íþrótta-sjóð, og var um þann œttingjann annast sem yzt hafði’ og fjarlægast þrengst, en viðhaldið sálarlffs-sumri um sólhvörfin döprust og lengst. Þó enn ríki harðbýli’ í heimi og hlutfallið á því sé byggt: Sé brynja’ undir veizlu-stakk vorum er vina-boð allstaðar tryggt! Samt vakna þær framtíöar-vonir er vinirnir minnast á hann: Að penninn hjá sanngirni sætti um sök þá er illskiftnin vann. Og þökk sé þeim öðling, og ástvin vors afskifta, vanrœkta lands. Ver nýárs-ósk, ljóð mitt, til lukku til lífs-starfsins kærasta hans! Hvert nýár úr gröf sinni gefur hann gjafir, jafn mildur sem frjáls, sig hópa’ um hann vestrœnir hugir og hljómar ins íslenzka máls. St. G. Stephánsson. i»(dG)*\

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.