Freyja - 01.12.1904, Blaðsíða 15

Freyja - 01.12.1904, Blaðsíða 15
VII. 5- FREYJA. 127 í fang hennar, vafði höndunum um háls hennar og kyssti hana inarga kossa. Eg fann tárin renna niöur vanga mína. Það voru tár barnslegrar alsælu. / Og nú, þegar kuldi elliáranna hreitir að mér—þjökuðum úr lífs- ins örðuga stríði—allskonar ónotum, rísa þó upp í hug.x mínum margar sœlar endurminningar frá œskuárunum. En engin er eins indæl og blíð, eins og endurminningin um jólanóttina sælu, þegarég náði trausti og vináttu föður míns, því ég var svo lánsamur að varðveita !hvortveggja til hans dauða dags. ÚK „M1NNINGAKLJÓÐUM.“ EFTIR A. Tennyson. Þú himinborna eilíf ást, þig aldrei sjálfa lítum vér, en gegnumtrú vértengjumstþér— já, trú, þar ei má sönnun fást. Hvern hnött með skugga’ og skin þú átt og skepnu’ og manni bjóstu fjör og dauða!—Berð þinn banahjör að brjósti’ er sjálf þú veittir mátt Og þú vilt láta’ oss ljósið sjá, þú lífgar mann. Hann veiteihví,— er eilífð til? Hann trúir því. Hann treystir hjá þér rétti’ aðná. Þú birtir guð, þú birtir mann, það bezta’ og hœsta’ er lífið sér. Af eigin hvötum viljum vér, en viljann gefinn — þú átt hann. I. Og öll vor ráð sér eiga kveld, sem örskot þeirra dagur þver, því ljósbrot eru þau frá þér, en þú átt gevmdan drottins eld. Vér trúum, þó ei sannað sé, —vér sönnum það sem litið er— vér treystum samt það sé frá þér, vor sól, ó, lýs vor hjartans vé. Lát þekking opnast allar dyr og auk þú lotning vorri sál, þá samróma þitt syngur mál vor sál og andi, meir en fyr. Vér eymd og heimsku erum seld, ef óttinn flýr, þig smáum vér. Gef oss og öllu þrek frá þér og þol að snerta, guð þinn eld.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.