Freyja - 01.12.1904, Page 16
128.
FREYJA
VII. 5.
Og glöp mín fyrirgef þú mér,
hiö góða líka og sérhvert starf.
Frá manni hlýtur maður arf,
ei maður, drottinn, gefur þér.
Og fyrirgef þóttgráti’ egþann,
ó guð minn, sem ég beztanfann,
hjá þér ég vona’ að hitta hann
til helgrar ástar verðugann.
Og fyrirgef mér, faðir minn,
í fátœkt minni bænir þær,
sem trufluð œskan aðeins nær.
Mér ógnar vizkubrunnur þinn.
II.
Með aðstoð hans, er óma lét
úr einni gígju tónamergð,
ég trúi Hel, á himinferð
oss hœrra lyfti.— Vinnist fet.
En hver má telja ófœdd ár
og ávinning í tapi sjá?
Og hver á reikningsráð að ná
í rentur þær, sem gefa tár?
Lát blunda sorg við barm á ást,
svo báðardrukkni’ ei. Gripiðhnoss
lát sortann hafa.— Sælla’ er oss
með saknaðs þunga’ í hel að slást,
en sigur fá og henda háð
með hroka’ að ást, erlengi brann.
Sjá mann sem unni’ og missti—
Hann
síns máttar neytti’ ogféll meðdáð.
SlG. JÚL. JÓHANNESSON.
V O R.
Enn á vori laufgast lundur,
lífið nýjan skrúða fann,
svásleg blómin breiðast sundur
brosir gjörvöll náttúran.
Enn þá vorsins undra kraftur
á þig maður kallar hátt:
Líttu’ upp vinur—ekki aftur
áfram — hœrra — sæktu knátt.
Með vor í huga’ og vonir sterkar
viljakraft og manndóms þor,
það er það, sem vinnur—verkar
að verða rakin göfug spor
yfir tímans ægi sanda
yfir lífsins bárótt höf,
láttu vorið að þér anda
andans blóma sælu gjöf.
Láttu vorið að þér anda
æðstu gœðum lífs um svið
brjóttu hlekki villu vanda—
verði ljós á hverja hlið,
eins og bjarg í brimi stranda
þó birgi sólu hafrótið,
þá skal vorið að þér anda
andans sœlu ró og frið.
S. J. Björnsson.