Freyja - 01.12.1904, Qupperneq 39
FREYJA
13
VII. c.
aöist enginn viö hann nema eínn gráhœrður öldungur, því í staö
þess aö vera einungis stutta stund aö hlusta á fuglinn, eins og
munkurinn hélt sig hafa verið, hafði hann verið að í því fimmmtíu
ár, og á þeim tíma dóu allir félagar hans í klaustrinu nema
þessi eini. George Henry Lewes var sá söngfugl, sem snerti
hjartastrengi þessarar einkennilegu konu. Þegar hún kynntist
honum, byrjaði njtt tímabil í sögu hennar. Þaö voru tónar hans,
sem opnuðu sálarlff hennar. Frá honuní kom ylur sá, sem gaf anda
hennar frjómagn, svo að hinn vel ræktaði akur heila hennar sprakk
ut og gjörðist alsettum lifandi, iimríkum blómum. Þangað til
stóð þessi hámenntaða, þaul-lesna kona fvrir utan samtíð sína að
heita mátti—ein, mitt í fjöldanum, óhrfin o ' sjálf óhæf, þrátt fyrir
alla sína víðtæku þekkingu, til að hrífa aðra. Allt sem hún skrif-
aði fram að þeim tíma var þurt og dauft, hvar sem hún var stödd,
hvort heldur það var mitt í hinni suðrænu paradís fegurðarinnar á
Italíu, eða uppi á hinum tignarlegu, snæ-typptu Alþafjöllum. Frá
öllu segir hún blátt áfram án þess að hrífa hugi lesenda sinna hið
minnsta eða snerta viðkvœma strengi í hjörtum þeirra, og þó átti
hún sjálf viðkvœmt, meðlíðunarfullt og hjáipfúst hjarta framar
ilestum öðrum.
Eftir að hún iluttist til London, og gjörðist með-ritstjóri við
Westminster Review breyttust lífskjör hennar mjög frá því sem
verið hafði. Tími hennar var nú algjörlega annara eign, hún varð
að mœta allskonar fólki, og á meðal þess kynntist hún þi tnönnum
þeim, sem að framan eru nefndir. Hið rólega, sjálfráða lífhentiar
var breytt í hvi'ldarlaust starf. I bréfum sinum frá þessum tímum get-
ur hún meðal annars, Herbert Spencers áþessaleið: ,,Hérkynnt-
istég Herbert nokkrum Spencer, sem nýlega hefir gefið út Social
Statics, sem Lewes segir að sé það lang bezta, sem hann hafi séð
af því tagi. Og seinna segir hún um hánn: ,, Viö erum mestu
mátar, án þess þó að vera ástfangin hvört'íöðru. Oghvískyldum
við þá ekki vera saman eins mikið og við getum, fyrst okkur líður
báðum betur fyrir þá samveru?“ Eftir þetta getur hún Spenc-
erSjSjaldnar í bréfum sínurh, en oftar Lewesar, og má þó glöggt
sjá, að henni hefir ekki geðjast allskostarað honum í fyrstu, og hefir
hún að líkindum byggt skoðun sína á honum um það leyti á ann-