Freyja - 01.12.1904, Page 40
136.
FREYJA
VII. 5
ara dómum um hann og breytni hans, sem henni þótti of léttúöar-
full, samhliöa inni þungu lífsreynzlu, sem hann haföi oröið fyrir.
Um hann segir hún í bréfi til Brays hjónanna: , Allir eru mér
mjög góðir, en sérstaklega Lewes, enda er mér farið aö geðjast mjög
vel að honum, jafnvel þó ég hafi fundið ástœðu til að gefa honum
nokkrar alvarlegar bendingar. Hann er, eins og einstöku menn,
inikið betri en hann sýnist, og á gott hjarta undir yfirskini léttúð-
ar og kæruleysis. ‘ ‘
George Henry Lewes var einn af frægustu bókmenntamönnum
sinnar tíðar—-heimspekingur, vísindamaður og krítikus, Hann var
léttlyndur, glaðlyndur og fyndinn og að öllu elskulegasti maður og
félagsbróðir fyrir þessa fálátu, þurlegu konu, því tvœr ólíkari per-
sónur að skaplyndi er ekki hægt að hugsa sér. Hann var sólin og
sephyrinn, hún staðfestan og stillingin. Hann var meistari í öllu,
sem gjörir manninn aðlaðandi og eftirsóknarverðann í félagslífinu.
Hún þvert á móti, fálát og seintekín. Hún átti fáa en fasta vini,
hans vinir voru allir, sem til hans þekktu.
Þess er áður getið að Lewes hafi átt lifandi konu, þegar hann
tók saman við Mary. En þessi kona hans hafði strokið tvisvar frá
honum og skilið hann eftir með þremur ungum sonum þeirra. I
■fyrra skiftið kom hún aftur, bað um fyrirgefning og fékk hana, en
síðara skiftið hvorki bað hún um fyrirgefningu, né heldur hefði það
þá verið til nokkurs. En þau voru lög á Englandi, að maður, sem
einusinni fyrirgaf konu sinni slíkan glæp, gat ekki fengið löglegan
skilnað frá henni síðar þótt hann vildi. Þannig stóð hagur hans,
þegar hann mætti Mary Ann Evans, og þetta var þröskuldur, sem
stóð á milli þeirra alla œfi, annars hefðu þau vafalaust gifst. Það
er og víst, að hún hefir liðið mikið við þetta atriði, því hún hafði
sterka trú á helgi hjónabandsins. En með þessum manni var hún
sæl og fyrir hann varð hún það sem hún varð. A bréfum til vina
hennar má og allstaðar sjá, hversu fullkomin að verið hafi ástasœla
hennar og hversu þessi maður varð henni meira og meira allt íöllu.
Enda tileinkar hún honum flest skáldverk sín og þakkar honum
tilveru þeirra. Um hana segir Lewes í bréfi til vinar síns: ,,Að
þekkja hana var að elska hana. Síðan við komum saman hefir œfi
mín verið sífeld endurfæðing til nýrrar fullkomnunar og nýrrar
sælu. Henni á ég að þakka alla mína hamingju. “