Freyja - 01.12.1904, Qupperneq 43

Freyja - 01.12.1904, Qupperneq 43
vir. 5. FREYJA. HAUSTVÍSUR. 139- I. MORGUN. Björtu skauti byggðir falda, blikar grund og fljót, Grunnavatnsins gullin alda glóir himni mót, 1 jóslitt hrím á laufum trjánna lágra’ ágomlum merg gljár í brimi geisla fránna glæst.sem silfurberg. Róslit djásn í regingeimi roða slá á jörö, byrgir lag af léttum eimi loftsins Eyjafjörð, lýsigulli ljóssins vefjast landsins forðabúr, vinnulaunin háu hefjast haustsins vösum úr. II. HÁDEGl. Allt gleöur allstaðar upphafinn ljósgjafi, logn hindrar lifandi loftfarans Andvara, eldfágður, alheiður uppheima loftgeimur sjón heillar, sál fyllir sólgeisla yl-veizlu. III. KVÖLD. Sveipar loft á svölum aftni sólareldsins geisla veldi, roðnar hauður og ránarleiðir rósum skreytast hinnstu ljósa. Þegar daginn af vesturvegi víkja lœtur ríki nœtur rökkurvöld á himni hækka hefja fána stjörnnr og mána. IV. NÓTT. Stirðnuð er nú storðin, strauma lœgður glaumur, rótt í öllum áttum andar þjóð á landi, blik á vogum vakir vetrarbrautar skrautsins, heftir holia loftið hrí m á náttartíma. Hrefna. Hrefna dável dafnar, dökk er hún sem rökkur, nafniö henni Hrefnu hefir Villi gefið. Öllum finnst hún falleg, fala hana smalar, allir segja öllum: Efnileg er Hrefna. G. J. G.

x

Freyja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.