Freyja - 01.12.1904, Side 45
VII. 5-
FREYjA.
i.4 i-
hana óiköp mikiö til að sjá leik-kjólinn rninn. “ Hann varö hugsi
togaði í skeggiö á sér og sagöi freniur viö sjálfan sig en hana: „Og
hví ekki þaö. Jú, ég skal biöja Giles aö keyra þig heim og sækja
þig aftur og þá geturðu veriö í kjólnum þínum innan undir yfirhöfn
þinni og þá getur mamma þín séö hann. ,,Ó!“ sagöi barniö og
klappaöi saman höndunum af fognuði. ,,Ég held aö töfrasprotinn
hafi komið þér til þess arna. “ Hann hló. ,,Ég held að hann hafi
látiö þetta í vasa minn, “ sagöi hann og dró ofur lítinn stokk upp
úr vasa sínum. ,,Það er jólagjöf handa góöum anda, “ bœtti hann
við. ,,Þú ert œfinlega svo góður, herra Somerville, , en ég ætlaði
ekki að töfra þig fyrir sjálfa mig, “ sagði barnið. , ,Ég veit það,
barn, ég keypti þetta fyrir löngu. Faröu nú vel, Maisie litla. Ég
bið að heilsa mömmu þinni og óska ykkur báðum gleðilegra jóla.
Gile's keyrir þig nú heim. “ ,,Gleðileg jól! herra Somerville, og
koera þökk fyrir gjöfina. Góða nótt!“ ,,Góð nótt, barn, entöfr-
aðu ekki vesalings vágnstjórann út í of mikla eyöslusemi, “ sagði
hánn hlægjandi. Hún ógnaði honum meö sprotanum sínum en
hann sceitti hnefana á móti henni eins og sannur leikari.
Maisie hljóp upp stigann og hrópaði: ,,Móðir mín! móðir!“
,, Eg lagði mig fyrir, ‘ ‘ var svarað í veiklulegum róm inni í svefn-
herberginu. ,,Það fór allt'vel, allir era mér svo góöir og ánægðir
með mig. Ungfrú M. gaf mér skrif-púit.—En hvað hún er falleg,
yndisleg eins og konungsdóttir. Herra Somerville gaf mér ljóin-
andi fallega brjóstnál og lét keyra mig heim. Þetta er kjóllinn
minn, er hann ekki fallegur? O, er þér ósköp illt, mamma míngóð?“
,,Já, mér er rnikið illt, en tendraðu ljósið og láttu mig sjáþig.
Já, kjóllinn er fallegur og már þykir svo vænt um, og þú ert falleg,
góða mín. “ ,,Þaö er líklega af því að allstaðar glitrar í hann, “
sagði hún og hristi málm og perlu hríslurnar á kjólnum sínum.
,,Sjáðu nú töfrasprotann minn, það er rafljós í endanum á honum og
virkilega fólkið verður fyrir áhrifum hans, alveg eins og fólkið í
leiknum, eða svo segir herra Somerville. Máske hann lækni þig af
höfuðverknum líka, ef ég veifa honum að þér?“ og svo veifaði hún
honum. ,,Mér líður strax betur. Það er undarlegur sproti, “ sagði
móðir hennar brosandi. „Ég vildi að hann verkaði virkilega.á