Freyja - 01.01.1906, Blaðsíða 3

Freyja - 01.01.1906, Blaðsíða 3
VIII. 6 FREYJA t3i Ljóömœli S. B. Benedietssonar. Eftir SlG. JÚL. JÓHANNESSON. ,,t>ví fyrsem þíi hættir að skrifa þetta rugl, því betur!“ —Þessi orð hljómuðu í eyrum Byrous þegar hann var að skrifa beztu ljóð sín, og þessi sfitnu orð hafa að und>anförnu hljómað í eyrum S, B. Benedictsson- ar fir ýmsum áttum. Það er ekki svo að skiija að ég ætli að Iegg'ja þá að jðfnu sem skáld, Bvron og Sigfús. En mér detta þessi orð í luig í sam- bandi við það liversu lítið er að marka dómana stundum. Allir vita n(t að þessi orð voru sleggjudómur ura Byron, Hver veit nema það verði síðar viðurkennt að þau Itafi einnig verið sleggjudómur um Sigfús, að nokkru leyti að minnsta kosti. í nóvember blaði „Vínlands11 1903 birtist grein með fyrirsögninni: „Um ritdóma". Þar cr að orði komist á þsssa leið: „óefað er það ein- iiver mesti glæpur að rangfæra hugsanir eða orð annars manns í opin- beru riti, cða svifta höfundinn áliti almennings—,“ „Dómarinn ber á- byrgð á þvf hvorki að blekkja almenning með því er hann segir um ritið, né gera höfundi þess rangt til—„Þeir (ritdómaíarnir) þurfa að vera svo sjálfstæðir að þeir geti tekið til íhugunar ritverk þau er um skal dæmt án þess að láta eigin skoðanir sínar á málinu sem um er rætt stjórna rannsókn sinui ogdómi.“ Óháður öllum inönnum og flokkum situr hinn samvizkusami ritdómari í einrúmi með lyklanaí höndum sér og opnar fyrir mönnum fjárhirzlur bókmenntanna og sýnir þaðsem þar er geymt. Þá þjóð teljum vér lánsama sem á góð bókmenntaleg tíma- rit og samvizkusam i ritdómara. Vor litla íslenzka þjóð er ekki lán- söm í því efni, miklu fremur er hún linleysingi, því hún er fátæk af ó- háðum blöðum og á fáa óhlutdræga ritdómara. Þetta kemur meðfram til af því að þjóðin er svo fámenn. Allir menn eru persónulega þekktir og þeir, sem um verk þmrra dæma eru annaðhvort vildar eða óvildar- menn þeirra, ef ekki persónulega, þá vegna skoðanamunar í stjórnmál- um, trúmálum, atvinnumálum eða íiðrum flokksmálum.“ — „Og því miður hefir það oftast brunnid viðhjáoss Islendingum að um ritið er dæmt fyrst og fremst eftir afstöðu höfundarins við blaðið sem dæmir. Ef höfundurinn á því láni að fagna að vera vinur ritstjórans, fylgja hans fiokki í stjórnmálum, tilheyra sömu kyrkjudeild eða bncðrafélagi, að maður ekki nefni Það ef ritstjcrinn er konum vandabundinn, bítur sitt

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.