Freyja - 01.01.1906, Blaðsíða 18
i46 FREYJA VIII 6.
„Ég er hissa á þvl að þör skuli geðjastað þvl bölsýni sem þar kem-
ur fram—bölsýni sem endaði I ægilegum dauða.“
„Já það er nú svo, en einmitt þes3 vegna iýsir það svo vel vonleys-
ismyrkrinu sem svo oft dylst bak við „hlægjandi brá.“ Er það ekk'i
gremjulegt hvernig mannsins helgustu tilfinningar og göfugustu þrár
stranda einatt á óláns skerjum þeim, sem aðrir menn oft I bezta tilgangi
en með því heimskulega sjálfsáliti, að þeir væru skapaðir til að vísa
mönnunum veggegnum ólgusjó lífsins, mynda á leið þeirra I þeim til-
gangi að þau skuli leiðbeina þeim, —gremjulegt hvernig þessar helg-
ustu tilfinningar og göfugustu þrár mannsins einnig stpanda stundum
á öðrum gagnstæðum tilfinningum I eðli hans sjilfs, Mig hálf hryllir
við að lesa Manfreð eins og mig inuildi hrylla við að horfa niður I ægi-
leg biksvört gljúfragöng, þar sem beljandi straumurinn hristi gljúfur-
veggina, en þó töfrar hann og seyðir að sér ímyndunarafl mitt alveg eins
og gljúfrið mundi gjöra, svo að ég les hann aftur og aftur og ég veit
að sá lestur hefir haft vekjandi áhrif á sálarlíf mitt þrátt fyrir það ægi-
iega sem honum er óneitanlega samfara,*1 sagði Cora.
Eftir þetta varð samtalið almennara því I þessu komu þau Imelda
og Lawrence inn. Norman leit til vinar síns og þóttist á svip hans sjá
að honum hefði gengið að óskum, Alica sat þar sem þau skildu við
liana og til hennar fór Imelda. Eftir að þau höfðu talað stundarkorn
saman á víð og dreif var Cora beðin að syngja eitt lag að skilnaði og
gjörði hún það. Lagið sem hú* söng var „Annie Laurie." Tónarnirvið-
kvæmir blíðir og titrandi hrifu tiiheyrendur hennar djúpt, en Imeldu
. fannst hún kenna þreytu I rödd systur sinnar, flýtti sér því til hennar
og sagði:
„Það iítur út að við höfuin öll gleymt því að þú ert enn þá sjúkl-
ingur, en nú skaltu hætta og ég skal fylgja þér upp og hjálpa þér að
hátta, systir góð.“
,,En ef ég vil ekki þiggja fylgd þína,“ sagði Cora brosandi. Hún
vissi að þau Norman höfðu ekki haft margar frístundir síðan Imelda
fór að heiman og datt því I hugað þeim muudi koma vel að hafa dálitla
stund lengur saman þetta fyrsta kvöld sem hún var heima. „Eg hygg
að Alicu sé ekki ógeðfelt að fylgja mér upp og h jálpa mér að hátta“ bætti
hún við og !eit til Alicu.
,,/á,það er einmitt það sem ég ætlaði að gjöra,“ sagði Alica og kom
til þeirra, „Og þar sem við erum nú tvær á móti þér einni, Imelda
mín gcð, held ég að þú verðir að sætta þig við að hlíta úrskurði okkar